…ég var búin að “like-a” Litla húsið á Facebook fyrir þó nokkru síðan, enda sérleg áhugamanneskja um antík/grams-markaði. Það var því í rigningarúða um seinustu helgi sem við ákváðum að leggja land undir fót og fara í smá bíltúr austur. Stukkum í smá göngutúra með Molann…
…og já, það var blautt 🙂
…tókum líka mömmu og pabba með og gerðum dag úr þessu……og fengum okkur ís á Geysi…
…en yfir í Litla Húsið……Litla húsið er sem sé á Suðurbrún 7 á Flúðum, og er í bílskúr og litlum skúr. Opnunartíminn er auglýstur inni á Facebook-síðunni, og þið getið skoðað hana með því að smella hér: Litla húsið – Facebook…
…þarna er mikið úrval af bollum og stellum…
…og auðvitað bara alls konar, eins og þessir diskar – yndislegir…
…matardiskar…
…og alls konar könnur…
…elska svona bolla með mynstri ofan í…
…klassíkin…
…þessi finnst mér æði!
…jeminn eini, híalínið á sínum stað…
…svo fallegir fuglarnir..
…þetta stell fannst mér undurfagurt…
…gamla góða vigtin – svona átti mamma…
…diskahilla…
…þessar tvær fengu næstum að koma með heim…
…meira blátt og hvítt…
…og þessi fannst mér æði…
…svo falleg…
…og það var svolítið dimmt þarna, þannig að liturinn á þessari nær ekki að njóta sín sem skildi – en hún var yndis…
…gamlar myndir sem fullkomna myndaveggina…
…hvítir mávar…
…ljósbleikt gler…
…og glitrandi lítið hús…
…fullt af hljómplötum…
…sjáið bara þessar fallegu kommóður…
…geggjað járnið fyrir heit föt…
…og yfir í skúrinn…
…mikið af fallegum glösum…
…elska gamla málaða skápa – þeir eru svo heillandi…
…bland í poka…
…gordjöss…
…þetta stell fannst mér mjög fallegt…
…og þessi finnst mér glæsilegur…
…blátt og hvítt – alltaf fallegt…
…sjáið bara litina í þessum ❤
…sjáið þið krukkurnar?
litli guli kjólinn er dásemd…
…Jóhann stóri var ansi stór…
…svo falleg þessi gamla Maríu-stytta…
…ég mæli svo sannarlega með þessu – elska að fara á svona gramsimarkaði, og það er fátt betra en að finna falda fjársjóði, og þetta er í raun endurvinnsla í leiðinni.
Njótið dagsins…❤ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Oh may……eins gott að horfa bara en ekki snerta….margt dásamlegt þarna….takk fyrir að bjóða mér inn….í þessa dýrð….eigðu gott kvöld….