Ári eldri…

Á föstudaginn átti ég afmæli og fagnaði því að vera orðin 42 ára.

En ég eyddi afmælisdeginum á óvenjulegan máta – það var kistulagning og jarðarför í fjölskyldunni þennan dag. Það er nefnilega bara þannig að það er svo margt í heiminum sem að við stjórnum ekki. En ég fann líka á vissan hátt ákveðin frið á þessum degi! Það er sorg að kveðja ættingja sem hefur verið í lífi þínu síðan þú mannst eftir þér. En jafnframt er þakklæti að fá að kveðja eftir að fólk hefur fengið að lifa langa og farsæla ævi, að eiga fjölskyldu og fær loks frið eftir veikindi.

Það minnir mann bara enn fremur á það að vera þakklátur fyrir hvert ár sem maður leggur í reynslubankann.  Tíminn líður nefnilega svo ótrúlega hratt áfram, það er alveg öruggt. Því er bara eins gott að muna að lífið er núna, verum njótum og upplifum!

Ég er svo óendanlega þakklát fyrir það sem ég hef, fyrir yndislegan mann og börn, mína stóru, frábæru fjölskyldu – foreldra og tengdaforeldra, og mína stórkostlegu vini!
Takk fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar á Snapchat – þið eruð yndislegar ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *