…ohhhh þegar þessi skín……þá skellir maður upp sparibrosinu…
…og eftir kózýdag á pallinum, þá er fátt betra en að fá sér góðan mat af grillinu.
Ég fékk tækifæri að sýna ykkur m.a. servéttur frá Heildversluninni Lindsay – en vörurnar þeirra fást td. í Krónunni, ásamt rörum og ýmsu öðru!
Þessi póstur er því unninn í samvinnu við Lindsay.
…þegar við gerum hamborgara, þá möst að vera með bacon með – og þessi aðferð er snilld. Krispí bacon og mikið minna bras – fékk smá ábendingu um að það væri snilld að snúa aðeins upp á bacon-ið, þarf að prufa það næst…
…svo var bara að gera hamborgarana reddí – nýju Smash-borgararnir eru mjög góðir og fást í flestum matvöruverslunum – og við notum mikið Bezt á-kryddin. Bezt á allt er mest notaða kryddið í skúffunni 🙂 …
…og skella þeim á grillið…
…svo er bara að skera niður grænmetið…
…og raða huggulega á borðið…
…fannst þessar servéttur æðislegar, svo töff og hlutlausar…
…eins og svo oft áður, þá blandaði ég saman tveimur týpum…
…önnur var með línum…
…en hin með doppum…
…þrjár tegundir af frönskum, er það ekki lágmarkið?
…og þessi tréspjót eru snilld til þess að halda borgurunum saman…
…sérstaklega fyrir krakkana, sem fengu sér extra mikið af grænmeti því að prjóninn var að vinna sitt starf og hélt þessu öllu á sínum stað…
…svo duttum við hjónin í smá nostalgíu. Bæði munum við eftir Royal-búðingunum hérna í denn, sem voru svo gjarnan gerðir í desert. Þetta er auðvitað snilld, bara mjólk og hræra saman og inn í ísskáp. Snilld til þess að leyfa krökkunum að gera eftirrétt sem er súper einfaldur…
…vanillubúðingur – karamellubúðingur – rjómi og Nóakropp…
…svo einfalt en svo gott 🙂
Vona að þið hafið haft gaman að – og að þið eigið yndislega viku ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Einfalt og gott var það heillin, en samt svooooooooo fallegt og kósy….eigðu vikuna sen besta…..