…við komumst fljótt að því að það er alveg magnað dýralífið þarna á Spáni, og fljótlega bættist einhyrningur í laugina – auðvitað 🙂…dugar auðvitað ekkert minna sko…
…þá lá við að allir ferðafélagarnir gætu verið þarna á sama tíma…
…en almennt er þetta líka bara, að liggja og njóta…
…enda er þessu gefnir tveir þumlar upp…
…hið ljúfa líf – það krefst oft smávegis hita og sólar…
…bestu vinir…
…við vorum bara 20 mín frá Calpe, sem er alveg ótrúlega fallegur og heillandi bær…
…og er kletturinn sem er svo áberandi á ströndinni er eitt helsta einkenni bæjarins…
…en bærinn sjálfur er líka mjög fallegur…
…og við tókum smá rölt og það var alls staðar eitthvað skemmtilegt að horfa á…
…litla famelían…
…og þau tvö ♥
…sjáið bara hvað þetta er nú fallegt…
…og maður þarf alltaf að muna að horfa líka niður – því að fallegt leynist ýmisstaðar…
…á leið út að borða…
…og enn erum við í Calpe…
…fengum meðmæli með geggjuðu steikhúsi – Steakhouse Calpe…
…litla Gunna og litli Jón…
…þá er þetta væntanlega stóri Jón og minni Gunna? 🙂
…og svo fórum við í svona lítil tívolí í Calpe, alveg pörfekt fyrir krakkana. Það stendur við götuna: Av de los Ejércitos Españoles, Calp, Valencian Community – þægilegt að kíkja bara í google maps og skoða…
…erfitt að velja hvaða tæki á að fara í fyrst…
…en litli rússibaninn sló alveg í gegn…
…og þegar að sum tækin eru aðeins of mikið að hrista mann, þá er gott að eiga góðan pabba ♥
…litli maðurinn alltaf hress…
…allir kátir og úr fókus eftir tívolí 🙂
…kíktum inn í Alicante…
…og röltum í búðir í breeeeennnandi hita…
…nú ef einhver veltir því fyrir sér, hvort að ekki sé alltaf allt fínt þegar 9 manns búa saman – þá er svarið mjög einfalt nei!
…Aqualandia…
…aftur og allir krakkar kátir…
…endalaust af ís og krapi getur valdið bláum tungum…
…æðislegt svæði þarna fyrir minnstu krakkana…
…og aftur fílahjörðin…
…hér erum við komin til Javea…
…röltum aðeins á ströndinni…
…og auðvitað enn meiri ís!
Svo næst, þá ætla ég að sýna ykkur ofur markaðinn sem fór alveg með mig 🙂
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Njótið sem allra best…þetta er sumarið…Lífið er núna….alltaf svo gaman og gott að taka rúntinn með þér og þínum….