…á laugardögum er hægt að finna ýmsa markaði á Spáni. Það er misjafnt eftir hvar þið eruð, og um að gera að leita aðeins á google, og/eða spyrjast fyrir á Tourist-information-stöðum, þar sem þið dveljið. Við fundum út að í næsta bæ við okkur væri markaður á laugardögum, og því var haldið árla morguns til Benissa – sem er ca 20 mín frá Jalon……um leið og við fórum að kíkja í kringum okkur þá sá maður að þarna væri ýmislegt hægt að fá sem ekki er auðvelt að nálgast hérna heima á Íslandinu…
…sérstaklega er mikið af gömlum munum…
…þó að greinilega voru sumir að taka bara til í geymlunni…
…mér fannst þessir lampar alveg ferlega töff…
…og alltaf nóg af “ekta” merkjavöru…
…svo fallegt – jóladúkurinn alveg að gera sig 🙂
…mikið af svona fallegum málverkum í stórkostlegum römmum…
…dásamlegir veggdiskar…
…og allt þetta hvíta og bláa er alltaf jafn tímalaust og heillandi…
…þó nokkuð af hornum…
…þessi fannst mér ótrúlega fallegur…
…geggjaðir risastórir “trébakkar” – geggjað á eldhús/borðstofuborðið…
…gömlu lóðin voru æði – eiginmaðurinn spottaði eitt sem var 20kg – þar með væri farangursheimildin farin 😉
…þetta er nú dálítið öðruvísi…
…hægt að kaupa dásamleg pottablóm…
…en ég fór líka á annan markað sem var mikið meira spennandi – get ekki beðið eftir að sýna ykkur myndir af honum – og hann var líka mikið meira heillandi, en þarna var meira af svona “geymsludóterí-i” og “drasli”, og svo var líka alveg skelfilega heitt að ráfa um þarna í sólinni…
…geggjaðar töskur…
…og alltaf eitthvað gramserí…
…gamalt koffort…
…karaflan var að heilla mig…
…ekta hauststell, ef það er eitthvað…
…þessi gamla hurð fannst mér ansi heillandi…
…babúskur…
…og þessar gömlu ljósmyndir voru alveg draumur…
…og gamlir lyklar – það eru alltaf sömu hlutirnir sem eru að heilla…
…þessir hausar fannst mér samt mjög svo krípí…
…ljósmyndin svarthvíta var að heilla mikið, og Tinnamyndirnar flottar…
…en í alvöru – bíðið eftir að sjá myndirnar af hinum markaðinum. Hann var geggjaður!! ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Geggjað!!! Og stórt like á jóladúkinn 😛 Bíð spennt eftir hinum póstinum, einnig eftir að fá að vita hvað fékk að fylgja þér heim 😉
Ooooooo, það er ekki fallega gert að pína okkur með loforði um ennþá meira fínerí………. bíð svooooooo spennt 😉
Eeeelska svona markaði! Hlakka til að sjá næsta og hvað fékk að koma með heim 🙂