Greengate fegurð…

…um daginn gerði ég innlit í Litlu Garðbúðina (sjá hér) sem er núna á Selfossi og alltaf jafn dásamlega falleg!
Eitt af því sem ég hef dáðst að hjá þeim í gegnum árin eru yndislegu vörurnar frá Greengate.  En þær eru alveg ómótstæðilegar!
Ég var svo heppin að fá að velja mér nokkrar vörur í samstarfi við búðina og ætla að deila með ykkur nokkrum myndum…
…bollarnir eru alveg einstaklega flottir – ég held líka að þeir gætu orðið æðislegir með kryddjurtum í.  Mér finnst líka svo gaman af því að maður getur blandað saman mynstrunum, mix and match er alltaf skemmtilegt…
…hér standa t.d. skálarnar inni í nýja skápnum (sjá hér)
…þetta eru hinar fullkomnu morgunkornsskálar, og ég fæ bara ekki nóg af mynstrinu á þeim…
…eins og þið sjáið þá eru þær ólíkar, en passa samt svo vel saman…
…og svo er líka gaman að blanda þessu með diskunum…
…ég á, eins og svo margir – gráu ARV-diskana frá Ikea …
…og þetta er t.d alveg sérstaklega fallegt til þess að blanda með þeim……eins eru þessar röndóttu skálar sérlega fallegar með Arv-diskunum……og sósukannan alveg í stíl…
…mér finnst þetta vera alveg endalaust fallegt saman……og sjáið þessi dásamlegu smáatriði, eins og blómin innan í bollanum…
…og eins eru blóm ofan í skálinni…
…hrein dásemd…
…smá búðarkaka verður mun fallegra ef maður skellir á hana nokkrum blómum – og já, þessi diskur er úr Litlu Garðbúðinni, en sennilegast orðinn í það minnsta 5ára!
…svo er bara að fá sér kökusneið, og það sem mikilvægast er – velja sér réttan disk fyrst 🙂
…það er líka hægt að fá svona fallegt sérvéttur í stíl…
en nýtast í raun líka sem hálfgerðar diskamottur……eða hægt að nota ofan í stórar skálar með brauði og bara almennt til þess að gera borðhaldið enn fallegra…
…ef þið viljið skoða enn meira þá er Litla Garðbúðin með heimasíðu hérna, og svo mæli ég almennt bara með heimsókn í fallegu búðina þeirra!
Þau er líka á Facebook – hér!
Svo má líka skoða allt úrvalið hjá Greengate í þessum bæklingi á netinu!
Njótið dagsins…♥♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

5 comments for “Greengate fegurð…

  1. Margrét Helga
    24.07.2018 at 09:03

    Vá!!! 🙂 Greengate vörurnar eru svoooooo flottar 🙂

  2. Ósk
    24.07.2018 at 10:09

    Fátt er betra snemma á morgnana en svona fallegt leirtau sem gleður augað

  3. Birgitta Guðjons
    24.07.2018 at 10:39

    Takk…kemst í sólarstemningu í þokunni….dásamlega fallegar þessar vörur….og ekki skemmir þessi yndislega framsetning hjá þér….njóttu dagsins…..

  4. Hulda òsk
    24.07.2018 at 20:07

    Hæ hvar færðu þessa flottu muni

    • Soffia - Skreytum Hús...
      24.07.2018 at 20:17

      Sæl Hulda, flestar eru frá Litlu Garðbúðinni, en þú mátt spyrja nánar og ég skal svara eftir því sem við á 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *