…ég verð að viðurkenna að pallurinn okkar er eitt af uppáhalds svæðunum mínum ♥
Eiginlega magnað að hafa búið í húsinu í 10 ár, og að það skyldi taka okkur 8 ár að koma pallinum upp. En hins vegar, þá er kannski bara ágætt stundum að þurfa að bíða eftir hlutunum, því að þá kann maður enn betur að meta þá þegar þeir gerast……ég meira segja prufaði að breyta aðeins uppröðuninni…
…eftirlætisstaður krakkanna…
…tekur á að vera fyrirsæta 🙂
…svo er þetta allt spurning um litlu hlutina – það eru þeir sem gefa þessu lit og líf…
…ég elska að hafa svona frekar hlutlausan grunn, og svo eru það blómin – teppin – púðarnir og allt það sem gera litina, þannig að auðvelt er að breyta til eftir hentugleika…
…krúttvinir…
…bekkurinn okkar er orðinn ansi gamall og kominn tími á viðhald á honum, og ég er svona helst að hallast að því að mála hann alveg hvítann…
…eins færði ég bekkinn við borðið, sem mér finnst koma skemmtilega út. Bekkir – þeir eru nú alveg dæmalaus snilld…
…og Molinn er alveg að pósa yfir sig þarna. Ég skrifaði póst hér (smella) um hengirúmið okkar, en svo sá ég líka að svipað er komið í Pier núna (smella)…
…liturinn á dekkinu kemur fallega út…
…elska líka alls konar svona lítil hliðarborð – þar sem maður getur sífelt verið með þau á hreyfingu um pallinn…
…og svo eru þau auðvitað möst til þess að hafa stað fyrir bækur, veitingar og allt hitt…
…séð yfir svæðið…
…svo ætlum við að stækka pallinn enn fremur – en það er þó seinni tíma verk. Fyrst um sinn ætlum við bara að njóta hans eins og hann er…
…litlu hlutirnir…
…trépottur og fléttugrind úr Húsasmiðjunni sem að ég málaði bara svart…
…með dökkri pallaolíu…
…krusarnir þarna á borðinu eru búnir að standa í vasa hjá mér í rúma tvo mánuði…
…þetta skiptist upp í svæði – sólbekkurinn…
…mataraðstaðan…
…kózýhornið…
…og alltaf nóg af púðum – auðvitað…
…enda líður öllum bara vel þarna…
…elska líka eplatréð mitt…
Upplýsingar:
Sófasett og húsgögn á palli – Rúmfatalagerinn
Hengirúm – Amazon
Hengrúmstandur – Ikea
Blóm og tré – Blómaval
Blómapottar – Blómaval
Teppi á legubekk – Ihanna
Litur á dekki – Smágrár pallaolía frá Slippfélaginu
Litur á veggjum – Húmgrár hálfþekjandi frá Slippfélaginu
Púðar – flestir frá Rúmfatalager
…þið megið svo bara spyrja ef einhverju er ósvarað!
Knúz í daginn ykkar ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Gleymdir alveg að segja hvenær ég mætti koma í húsmæðraorlof á pallinn þinn 😛 En annars er hann gordjöss eins og allt sem þú gerir 😉
Rosalega fallegt hjá þér – en hvar geymir þú alla púðana? T.d þegar rignir
Hvernig var pallurinn þinn fyrir?
Langar svo að fá þennan lit á minn pall sem er rauðbrúnn á litinn, hálfþekjandi. Veit ekki hvernig er best að snúa sér í því
Við vorum bara að smíða pallinn fyrir tveimur árum, þannig að þetta var í fyrsta sinn sem var borið á hann. Það er erfitt að lýsa það sem er búið að dekkja, eins og hér fyrir framan er rauðbrúnt og og við verðum sennilega bara að mála það ef við viljum sama lit á!
Svakalega flott allt saman sem er á pallinum sem og sjálfur pallurinn 🙂
Mikið er þetta fallegur pallur. Er þetta lerki eða fura?
Hvaða efni og lit ertu með á gólfinu á pallinum ?
Litur á dekki: Smágrár pallaolía
Litur á veggjum: Húmgrár hálfþekjandi
Meira um pallinn hjá Skreytum hús hér: http://bit.ly/skreytumhus
Frá Slippfélaginu.
Sæl, mikið ofboðslega er þetta fallegt hjá ykkur. Gaman að skoða og lesa.
Við erum að hugsa um hvernig við getum breytt okkar palli til þess að það myndist meira skjól á honum (mögulega er hann bara á röngum stað) því tók ég strax eftir bilinu sem þið eruð sumssataðar með ofarlega (sést t.d. á síðustu myndinni). Langar mig að forvitnast hvort það sé bara til skrauts eða hvort það sé einmitt pæling á bakvið það til að brjóta vindinn eða eitthvað svoleiðis?