…sjáið þið þetta bara!
Já dömur mínar og herrar, þetta er blár himinn, og þarna hinum megin – þar skein sólin sko!
Júnímánuður er mættur á svæðið og ég kýs að trúa því að sumarið sé komið núna, í alvöru, þar til annað kemur í ljós.
Við hreinsuðum pallinn og húsgögnin, og þá er bara eitt í boði, skunda í Blómaval og redda sér sumarblómum til þess að vekja pallinn til lífsins aftur…Þessi póstur er unninn í samvinnu við Blómaval!
…eitt af því sem ég, og næstum allir hinir, kaupum alltaf út á pall er Sýprisinn, enda er alveg möst að taka einhverjar plöntur sem gefa smá hæð í pottana. Það er svolítið alltaf mottó-ið hjá mér, að finna einhverjar hærri plöntur, einhverjar sem eru hangandi, og mismunandi blómstrandi……mér finnst þessar svo fallegar, heita Milljón bjöllur og eru eiginlega mini-útgáfa af Tóbakshorninu…
…og Snædrífan er löngu orðin klassík, ofsalega falleg…
…bakki með 10 Ilmskúfum, sem er æðislegir til þess að setja með í pottana…
…svo er alltaf fallegt að taka eitthvað svona sígrænt, sem að getur lifað áfram eftir sumarið – eins og t.d. Himalagaeinirinn…
…og svo voru það þessi hérna ♥
…blómstrandi epla- og kirsuberjatré…
…ég persónulega veit fátt eitt fallegra…
…sjáið þið bara þessa fegurð…
…ég endaði sjálf með að tala Malus toringo “Tina”, eða Paradísareplatré. Mér var ráðlagt að færa það í stærri pott í haust og svo að koma því á skjólsælan stað í vetur, t.d. bara í horn úti á palli og aðeins undir skyggni og þá ætti það eiga framhaldslíf næsta sumar…
…þau eru bara svo endalaust falleg þessi blómstrandi tré…
…mér finnst þessar líka svo fallegar, líka áður en þær blómstra…
…en þetta er Alparósin, sem stendur alltaf fyrir sínu…
…litlar Nellikur, svo fallegar…
…og Dalíu-drottningin sem er svo glæsileg…
…eitt af fallegri sumarblómunum er síðan Sólboðinn. Ég heyrði þá sögu þegar ég vann í blómabúðum, að Sólboðinn hafi upphaflega verið þekktur sem Regnboði – því að blómin loka sér þegar að rignir, en Regnboði þótti ekki sölulegt nafn 🙂
…Margarítan er líka löngu orðin klassísk…
…sem og Tóbakshornið…
…og hér var annað afbrigði af Margaritunni…
…mér fannst þessar alveg sérlega fallegar…
…Brúðarstjarnan…
…svo fallegir litatónar…
…eins og þið sjáið – þá er alveg nóg til og blómin eru svo dásamleg…
…og þá var bara eftir að gera pallinn huggulegan og deila myndum af því með ykkur ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
Þú þyrftir að skoppa til Bergen í byrjun júní og fara í Arboretet þar (grasagarðinn). Þar er hellingur af Alparós (Rhododendron) í allskonar litum!! Maður getur gleymt sér þar í marga klukkutíma!!