…ég hef verið að fá svo mikið af spurningum á Snapchat varðandi blómakjólana og kimono-ana sem ég er svo mikið í.
Ég hef verið að versla mikið af þessu á síðu sem heitir Boohoo.com. Þið þurfið að skoða vel stærðartöfluna áður en þið pantið, og svo er alltaf sniðugt að skoða úr hvaða efnum þetta er, sem og auðvitað sniðin. Allt sem er teygjanlegt, nú eða þannig að maður getur bundið fötin utan um sig, þá er auðvelt að aðlaga þau að sér.
Nokkur tips:
* Það eru alltaf að koma góðir afslættir þarna inn, eins og td. er algengt að það sé 20% af öllu.
* Ef þú setur í innkaupakörfu, og ert búin að skrá þig inn, en verslar ekkert strax. Þá færðu senda afsláttarkóða í pósti.
Fyrst fyrir 10% og svo fyrir 15% – þannig að það borgar sig.
* Þú ert kannski ekki að kaupa þér eilífðardress þarna, en ég á þó nokkuð af kjólum og flíkum og þetta hefur verið standa sig vel í þvotti og allt í góðu.
Hér (smella) er síðan reiknivélin frá póstinum, þú velur bara föt og setur inn verð með sendingarkostnaði – og þá færðu út hvað þarf að greiða mikið í tolla og vsk hérna heima.
Það sem ég leita mikið eftir er t.d.:
kimono – midi dress (kjólar sem ná rétt niður fyrir hné – mjög flottir við há stígvél) – waterfall jacket…ég fékk mér reyndar einn bol líka…
…þessi hér…
…er þessi hérna, og ég nota svona oftast bara sem opna kimono-a…
…dóttirinni fannst kjörið að fá að máta líka…
…svona almennt tekur pöntunin kannski 10 virka daga – en það er svolítið mismunandi.
Knús til ykkar ❤
Stockphotos via Boohoo.com
Snilld…þarf eiginlega að prófa þetta við tækifæri 😉