…í langan tíma er ég búin að vera á höttunum eftir fallegum glerskáp fyrir allt þetta leirtau sem ég hef eilífðarblæti til þess að sanka að mér. Ég vissi að ég vildi fá skáp sem gæti tekið við ansi miklu og svo allt í einu poppaði þessi elska upp á tímalínunni minni á Facebook.
Þetta er í raun efri skápur af gömlum furuskáp sem búið var að mála og setja lappir undir. Það átti eftir að klára að mála hann og gera honum til góða, og það var til vandkvæða að hann var aldrei nægilega stöðugur. Ég varð skotin við fyrstu sýn og við hjónin lögðum af stað að sækja gripinn…
…það sem ég sá strax fyrir mér að gera, var að taka lappirnar undan og snúa honum nið. Þannig að skúffurnar væru að ofan og við myndum bara setja nýja plötu ofan á…
…og svo auðvitað, að mála hann og koma honum í stand…
…það átti eftir að klára að mála hann að innan, og svo – þar sem honum var snúið við – þá kom í ljós að það átti alveg eftir að mála ofan á hillunum, sem áður var undir hillunum 🙂 er þetta nokkuð flókið?
…eins og þið sjáið á eftir myndinni – þá voru festingar fyrir hillurnar núna öfugu megin – miðað við þungann, þannig að við settum bara nýja L-vinkla innan í og máluðum yfir þá…
…og ég ákvað að mála hann svartann en með hvítu baki þannig að allt fái að njóta sín sem best…
…gamli skenkurinn var fluttur í burtu og varð skyndilega heimilislaus…
…og ný skenkur flytur inn í staðinn. Eeeeeen, þá sjáið þið að hann var ansi hreint hár miðað við þann gamla og allt í einu varð gamli fallegi veggskápurinn minn líka heimilislaus…
…þannig að minn elskulegi, bóngóði eiginmaður fór í að skrúfa gripinn niður…
…pælingar, spegill eða ekki spegill? Eins og sést þá setti ég smá plötubút, sem ég átti úti í skúr, þarna ofan á til að máta smá…
…og ég varð fljótt frekar ákveðin í að fara út í “marmaraplötu”, sem er auðvitað langt frá því að vera marmari. Þessi fæst í Ikea og þið getið skoðað hana hérna (smella)…
…það þurfti auðvitað að saga hana til og besta leiðin til þess að saga svona plastplötur er að snúa þeim öfugt…
…og setja límband og saga eftir því miðju…
…þannig fáið þið mjög fína línu…
…þannig look-aði þetta þá…
…og næsta mál var að setja smá “lappir” undir. En eins og þið sjáið þá söguðum við bara niður einfalda spýtu sem við áttum og máluðum þær…
…og svo þetta var svo borað undir eftir kúnstarinnar reglum…
…munar líka ótrúlega miklu að vera með viljugan aðstoðarmannhund…
…og alltaf að muna að setja tappa undir – svo maður geti ýtt þessu til og frá…
…við þetta lyftist skápurinn aðeins, og það kemur smá svona skuggalína meðfram honum, og hann varð mikið fallegri þannig.
Einföld lausn og hann er alveg stöðugur…
…svo er alveg magnað hvað allt springur um leið og einhverju er ýtt af stað…
…og þegar ég var búin að setja skápinn á sinn stað, þá tók ég eina umferð yfir skápinn að utan…
…svo þegar það kom að því að hreinsa glerhurðarnar – þá eru þessar hér græjur bestu vinir manns. Svampurinn blautur gerir kraftaverk og gluggaskafan virkar enn betur þegar málningin er smá blaut eftir svampinn…
…hér sjáið þið spennta konu sem þarf alltaf aaaaaaðeins að prufa að raða – ræður ekki við að bíða og bíða sko…
…sko, þetta er alveg pörfekt ef maður lýtur bara fram hjá öllu draslinu…
…elskulegi maðurinn minn sér um að skrúfa skáphurðar á nýjan leik, og gæta þess að þær séu alveg réttar og pörfekt – enginn sem ég treysti betur í öllum heiminum til þess að sjá um þessi smáatriði og gæta þess að allt sé eins og það eigi að vera ♥
…og þá erum við næstum komin á réttan stað!
…og grínlaust – ca 7 mínútum seinna, þá var ég búin að raða öllu inn – svolítið spennt…
…svo af því að ég fæ alltaf endalausar fyrirspurnir þá notaði ég þetta lakk hérna frá Slippfélaginu, sem ég er í samstarfi við…
…en þetta er sem sé vatnslakk sem mér fannst mjög þægilegt að vinna með. Mæli hiklaust með því og best að fara seinustu umferðina með lítilli svamprúllu…
…og já, Moli sá flugu 🙂
…áferðin verður mjög falleg…
…og mér finnst skápurinn passa mjög vel við t.d. stólana okkar…
… þeir eru svona í sama stíl finnst mér…
…og svo ætla ég að sýna ykkur inn í skápinn og allt góssið mitt…
…og svo lokaúkomuna, þegar að allt var komið á sinn stað. Það kemur í sérpósti ♥
Ég er ótrúlega þakklát dömunni sem var að losa sig við skápinn, og þetta sýnir það enn og aftur að það sem hentar þér ekki – er kannski bara pörfekt fyrir næsta mann. Það er líka alltaf skemmtilegt að endurnýta og gera eitthvað gamalt þannig að það henti þér fullkomlega!
ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt!
Hann er bara geggjaður … eru stólarnir úr ILVU…hvað varð svo um efri-heimilislausa skápinn. 🙂
Stólarnir eru frá Pier. Heimilislausi efri skápurinn er svo mikið uppáhalds, að honum var stungið inn í geymslu til bráðabirgða – þar til annað kemur í ljós 🙂
Geggjaður. Mig langar í svona..
Hvernig höldur ertu með ?
Erum ekki enn búin að landa þeim endanlega, skal setja inn þegar það breytist!
Skemmtilegur póstur eins og annað sem kemur frá þér 🙂 Mig langaði að forvitnast um svarta hengið-hvaðan kemur það?
Mbk. Birgitta
Takk fyrir það!
Hengið kemur frá BarrLiving.is 🙂
Hrikalega flottur skápur….fer vel þarna….
Vá hvað þetta er fallegt
Þetta var skó flott og gaman að fylgjast með 👀 🥰 ég gleymdi að drekka kaffið og borða morgunmatin 🌻það var svo spennandi að fylgjast með þessum breytingum og gefur okkur hinum smá hugmynd um hvað við getum breytt og bætt 😉 takk fyrir að leifa okkur að fylgjast með 😊
Hversu andrík getur ein kona verið!!! 😍
Flott gaman að sjá breitingarnar