…í mörg ár hef ég fylgst með og dáðst að íslensku síðunni Home & Delicious
En það eru hjónin Halla Bára Gestsdóttir, innanhússhönnuður, og eiginmaður hennar Gunnar Sverrisson, ljósmyndari, sem halda henni úti. Á tímabili gáfu þau líka út veftímarit undir sama nafni sem mér þóttu alveg sérlega falleg, og í “gamla daga” voru þau með tímaritið Veggfóður – sem mér þótti alveg æðislegt og á ennþá hérna í hillunni hjá mér.
Þannig að þegar ég sá að Halla Bára væri að halda kvöldnámskeið í innanhússhönnun þá fannst mér það sérlega spennandi og varð enn spenntari þegar að Halla bauð mér að koma á eitt kvöldið.
Halla Bára segir þetta um námskeiðið:
Námskeiðið byggi ég á hugmyndum mínum um að búa sér til áhugavert og persónulegt umhverfi. Þar fer ég í gegnum ýmsa þætti til að koma sköpunargáfunni af stað og hvernig má vinna með eigin stíl. Ég huga að heimilinu í heild og hvet til sjálfstæðrar hugsunar. Fer yfir tíðarandann, tísku og stíl. Og svara spurningum sem allar eru mikilvægt skref í átt að aukinni færni og meira öryggi í að vinna með rými sem vilji er til að geisli af.
Sæktu innblástur, þiggðu ráð og viðaðu að þér þekkingu til að skapa þér og þínum persónulega umgjörð.
Námskeiðið er fyrir litla hópa og áhugasama einstaklinga sem vilja koma saman, hlusta, spjalla og læra um það hvernig heimilið verður aldrei fullkomið heldur hugsað sem eining sem heldur utan um okkur og þróast með breyttum aðstæðum.
Námskeiðið er haldið heima hjá henni Höllu Báru og það er ótrúlega heillandi að fá að koma heim til hennar. Um leið og maður gengur inn í íbúðina, þá ertu bara komin í annan heim. Ótrúlega fallegan, smekklegan og spennandi. Þarna færðu innblástur í hverju horni, svo mikið er víst.
Mér fannst þetta kvöld mjög skemmtilegt, og mér til mikillar ánægju þá fann ég mikinn samhljóm í því sem að Halla Bára er að segja og því sem ég hef sagt í gegnum árin. T.d mæli ég eindregið með að þið lesið þessa hérna grein:
Dýrt heimili – smella til að lesa
Þannig að ef þið hafið áhuga á að fá innblástur og bara að eiga ótrúlega skemmtilegt, en samt lærdómsríkt, kvöld – þá mæli ég svo sannarlega með þessu!
Námskeiðið tekur þrjá tíma, boðið er uppá léttar veitingar og það kostar 15 þúsund krónur.
Ef þið hafið áhuga þá fáið þið nánari upplýsingar og skráið ykkur á námskeiðið í gengum netfangið hjá Höllu Báru
Dagsetningar fyrir næstu námskeið eru:
Laugardagur 2. júní, 11-14
Þriðjudagur 12. júní, 18-21
Miðvikudagur 20. júní, 18-21
Miðvikudagur 27. júní, 18-21
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
úff hvað þetta er spennandi væri svo til í að skella mér 🙂
Ég er búin að fara og væri sko alveg til í að fara aftur, virkilega skemmtileg, nærandi og falleg upplifun. Mæli með 🙂
Frábær upplifun í notalegu umhverfi, ekki spilltu góðar veitingar fyrir kvöldinu.
Glæsilegt hjá þér Halla Bára mín 💥
Kveðja Brynja á fjórðu hæðinni 😉
Þetta er svo rétt hjá ykkur Höllu. Það þarf ekki dýrustu hlutina til að gera fallegt heimili.
Soffía takk fyrir póstana þína þeir hafa svo sannarlega gefið mér innblástur ❤
Er eitthvað námskeið í gangi núna