…í þetta sinn lagði frúin í langferð yfir heiðina, til þess að kíkja í eftirlætis Litlu Garðbúðina sína, sem núna er á Selfossi. Litla Garðbúin er núna staðsett á Austurvegi 21, í kjallaranum hjá Sjafnarblómi. Ef þið hafið ekki komið við þarna, þá er komin tími á það núna……og strax og maður fer niður stigann, samt sko ekki þennan sem hallar upp á vegginum, þá er maður komin í alveg hreint nýjan heim…
Smella hér til að fylgja Litlu Garðbúðinni á Facebook!
…þarna fer maður til þess að sjá eintóma fegurð og fíntheit…
…þetta er allt þetta extra, sem maður getur blandað með Ikea og Rúmfó-diskunum…
…svo ég tali nú ekki um hversu dásamlegt þetta er í hillu…
…jeminn sko, sé t.d hana mömmu dúllu fá alveg í hnén yfir þessum…
…þessir eru svakalega svalir, hvítir með svörtum doppum og gylltri rönd utan um…
…þessi skál þarna stóra, hún væri dásemd fyrir sumarsalatið – og þessar minni fyrir sósur og annað slíkt…
…yndislegir litlir fiðrildabollar…
…elska líka að sjá þetta svarta og hvíta svona við grófan vegginn, þetta er æðislegt kombó…
…enda eruð þið að fá yndislegu Greengate-vörurnar þarna og þær eru hrein dásemd – smella hér til að skoða bækling:
Greengate!
…svo er svo gaman að það skipt í svona “litadeildir”, og hér er t.d. bláa línan…
…skálarnar þarna vistra megin með blómamynstrinu eru t.d. úr plasti, pörfekt í fellihýsið…
…ekki sammála?
…og þessir bollar og sósukannan!
…jeminn hjartað mitt, þessir diskar og skálar…
…maður þarf að vera með hnjáhlífar þar sem maður fær bara í hnén þarna inni 🙂
…ó jeminn…
…óóóóó jeminn aftur…
…það er líka svo gaman að sjá vörurnar í þessu húsi, það hæfir þeim svo algjörlega…
…ef maður á t.d. einlitt stell, þá væri æðislegt að vera t.d. með svona blómaskálar fyrir meðlæti eða bara fyrir morgunkornið…
…svo er þetta auðvitað Litla Garðbúðin og þú færð allt í garðræktina þarna…
…endalaust af fræjum…
…gula deildin…
…og sú rauða…
…og alls konar dásemdar Múmín fyrir börnin…
…hverjar eru bleikar?
Nóg til í bleiku deildinni, af alls konar fegurð…
…meira segja hangandi blómapottar…
…geggjaðar svuntur og púðar og vefnaður…
…og krukkurnar með tréloki eru æðis, sem og þessir bollar…
…þessi stóra hvíta bastkarfa yrði geggjuð úti á palli…
…þessi búð er alger gersemi, og þvílíkur akkur fyrir Selfoss að hafa fengið svona gullmola á svæðið…
…og þó það sé margt sem er alveg fullkomið í sumarbústaðinn…
…þá er enn meira sem passar bara inn á heimilið…
…geggjaðar könnur…
…og þið verðið að muna að gefa ykkur tíma þarna…
…því það er úr mörgu að velja…
…og sko valkvíðinn getur tekið völdin 🙂
…þið hafið í það minnsta stað til þess að koma við á næst þegar rúllað er á Selfoss, eða bara að gera sér smá ferð yfir heiðina með skemmtilegum vinkonum og njóta!
Knús inn í langa helgi til ykkar ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Hélt að þau væru í mosó, fluttu þau aftur á Selfoss??🤔🤔
Þú ert að rugla saman við Evitu. Hún var á Selfossi og flutti í Mosó. Litla Garðbúðin var uppi á Höfða og fór á Selfoss 🙂