Heima…

…eyðir maður ansi miklum tíma.  Sér í lagi þegar að veður er úti vont og lítið bólar á vorinu okkar……þá er ósköp indælt að vera með blóm í vasa og gera bara kózý stemmingu innan dyra…
…sumir eru betri en aðrir í að láta fara vel um sig…
…og suma daga glittir í bláan himinn, það er nú aldelis indælt – í þessar 7 mínútur sem það gerist 😉
Undanfarið hef ég verið föst í einhverju hjólfari sem ég hef hreinlega ekki komist upp úr.
Ég hef svo mikið verið að velta mér upp úr hlutum, upp úr tölum og öllu því sem viðkemur bloggi og snöppum og öðru slíku. Þegar þetta gerist, þá finn ég það að ég missi gleðina.  Það er nefnilega tvennt ólíkt að opna blogg til þess að koma því til skila sem þú hefur brennandi áhuga á og gleði af.  Eða að opna blogg til þess að útbúa þér starfsvettvang.  Hjá mér gerðist þetta óvart. Að ég opnaði þetta áhugamál fyrir almenningi og náði að sameina í raun ástríðu og atvinnu.  Það er magnað. En hins vegar er ég ekki mikil keppnismanneskja, og um leið og mér finnst ég vera að “keppa” við einhverja, eða bara að keppa um markað þá þá er pínu bara eins og ég villist og bara festist.  Ég er ekki í þessu til þess að vera fremst eða fyrst, eða neitt í þá átt, ég vil bara hafa gaman og miðla því sem mér finnst skemmtilegt.

Miðlar eins og t.d. Instagram eru farnir að fylla mig af svona gerviímyndum, þar sem konur ganga um og skála við símann sinn og ég bara hristi hausinn. Ég þarf bara að gera hlutina eins og mér líkar best og hentar best fyrir mig.  Hvort sem það passar inn í “trendin” eða ekki 🙂

Þannig líður mér bara best, og maður á alltaf að hlusta á hjartað og gera það sem lætur manni líða sem best!
Var ég einhvern tímann búin að segja ykkur að loppurnar á Mola minna okkur á The Grinch 🙂
Smá pælingar og lítill og ómerkilegur póstur – knús til ykkar ♥
ÞaP.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

7 comments for “Heima…

  1. Svala
    22.05.2018 at 09:25

    Þú ert bara fullkomin eins og þú ert, þarft ekkert að skála við símann þinn eða neitt, bara vera þú.Knúsar

  2. Guðrún
    22.05.2018 at 10:23

    Þú ert best og þarft ekki að gera neitt til þess nema vera þú <3

  3. Birgitta Guðjons
    22.05.2018 at 20:53

    Vertu áfram þú…gerðu það sem þig langar að gera …þú gerir allt vel….takk fyrir góð og falleg skrif…sumarið er rétt handan hornsins….vona ég…..takk fyrir að deila myndum og góðum orðum út til okkar sem lesum…..

  4. Anonymous
    22.05.2018 at 21:48

    Það er nauðsynlegt að hafa Skreytum Hús konuna (“,)
    Lífið er ekki bara glans og kampavín, stundum þarf að endurvinna hluti og hugsa út fyrir kassann
    Haltu áfram að vera þú og gera það sem þú ert best í – skreyta hús ❤️

  5. Margrét Helga
    23.05.2018 at 08:30

    Þetta er einmitt það frábæra við bloggið þitt og snappið…þú ert svo mikið þú og ert ekki að reyna að vera nein önnur. Þú ert líka langbest í að vera þú, það er akkúrat enginn sem kemst með tærnar þar sem þú hafðir hælana fyrir tveimur vikum. Þú ert svo sönn og samkvæm sjálfri þér, ekkert “feik” í gangi (ekki það að ég haldi að allir aðrir séu að þykjast vera eitthvað annað en þeir eru, en það eru pottþétt ekki nærri því allir eins jarðbundnir og samkvæmir sjálfum sér í samfélagsmiðlaheiminum og þú). Þess vegna þykir okkur svona óendanlega vænt um bloggið og þig sjálfa. Það eru líka mikil forréttindi að vinna við það sem manni þykir skemmtilegt að gera, vinna við áhugamáliðl sitt, og það er sko margra launaflokka virði 😉 Knús á þig mín kæra!

  6. Gurrý
    23.05.2018 at 11:07

    Gullmoli, póstarnir þínir eru aldrei ómerkilegir eða leiðinlegir eða litlir. Þeir gleðja mann og kæta. Ég fylgist með þér því ég hef smekk fyrir þér og þínu hlýlega útliti. Ég hef gert margt sem þú hefur mælt með og svo er ýmislegt sem ég geri ekki og er mjög sátt við það. Þú ert svo laus við þetta fals og uppstillingar sem eru að drekkja öllum reikningum hjá mér – ég er nánast hætt að skoða önnur lífstílsblogg því ég þoli ekki svona fals. Ég væri alveg til í að vera í þínum sporum, vinna við það sem þú elskar að gera og gerir vel – en á meðan það er ekki að ganga þá dáist ég að þér og þessari nennu sem þú býrð yfir.

  7. Guðrún Á.
    08.10.2018 at 12:55

    Kannski lítill póstur en ekki ómerkilegur, haltu áfram að vera þú.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *