Að lokum…

…eitt af því sem að ég tel vera mestu forréttindin við það að vera blómaskreytir er sú staðreynd að þú færð að taka þátt í stóru stundunum með fólki.  Bæði hamingjustundunum, og svo líka þeim sem sorgin kemur við sögu í.

Bæði sorg og gleði er órjúfanlegur hluti af lífi okkar allra, og því er það mér bæði skylt og ljúft að reyna að gera eins vel og ég get við þessi tilefni.

…um daginn þá þurftum við að kveðja yndislegan frænda minn.  Hann var ári yngri en ég, og þegar að við vorum börn vorum við mikið saman og miklir vinir…

…síðan líða árin og fólk fer hvert í sína átt, og það er svo skrítið þegar að maður gerir sér grein fyrir að hlutirnir eru allt í einu breyttir fyrir fullt og allt…
…en ég fékk þann heiður, og verkefni, að gera kransa og kistuskreytingu, og var afar þakklát fyrir að geta gert þetta seinasta fyrir hann…
…ég fékk að velja blómin og valdi að hafa bara hvítt og grænt saman, stílhreint og náttúrulegt…
…þessar rósir eru svo dásamlega fallegar, þær heita Avalanche og komu frá Espiflöt.  Hver einasti knúbbur var á stæð við lófa minn…
…Molinn bíður þolinmóður…
…fyrst var kransinn vafinn með thuja…
…sem er alltaf falleg…
…liljur þurfa alltaf nokkra daga til þess að ná að springa út – og húsið mitt ilmaði ansi hreint mikið…
…fullvafinn krans – einn með thuja…
…en hinn var líka með mosa og smá berki…
…sem mér fannst koma alveg sérlega fallega út…
…og hér sést krans og kistuskreyting tilbúið…
…rósirnar, hybericumber í hvítu og grænu og orienthal-liljur…
…og þessi var þrískiptur, með þremur blómaþyrpingum…
…kistuskreyting…
…og hinn kransinn var síðan hefðbundnari, en lögð áhersla á að leyfa berkinum og mosanum að njóta sín…
…hér sést síðan kistuskreytingin úti, en eins og þið sjáið kannski þá er útbúinn kross úr blómunum, sést kannski ekki nógu vel á þessi mynd…
…eins klippti ég smá birkigreinar og setti með inn á milli…
…hér sjást vel hybericum berjagreinarnar, hvítar og grænar…
…alltaf þegar ég geri kransa þá legg ég mikla áherslu á að hringformið sjáist mjög vel.  Því að það er hringurinn sem er táknið fyrir eilífðina…
 Hringurinn er talinn það fullkomnasta af öllum formum. Hann táknar eilífðina þar sem hann hefur enga byrjun og engan endi. Í trúarlegri list er hringurinn tákn fyrir guð og var oft notaður sem grunnplan fyrir kirkjur (fengið héðan)
…ég var mjög sátt við þennan krans, fannst hann koma virkilega fallega út…

…hann frændi minn elskaði bíómyndir og allt sem þeim tengdist og því setti ég litla ET-fígúru frá því við vorum lítil, sem ég átti, í kistuskreytinguna…
…hún sást ekkert mikið – en var þarna fyrir hann ❤
…ég sýndi aðeins á snappinu þegar ég var að vinna blómin, og það voru ansi margir sem voru að taka skjámyndir, þannig að ég ákvað að deila þessu hingað inn líka.  Ég vildi ekki setja myndir úr kirkjunni heldur bara svona af blómunum.
Verum svo góð við hvert annað, í dag sem og aðra daga ❤

Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.

En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.

Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.

Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.

Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.

Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.

Lag og texti: Bragi Valdimar Skúlason

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Að lokum…

  1. Gunnhildur
    16.05.2018 at 08:41

    Þetta er mjög falleg hjá þér, ég er sjálf blómaskeytir og er í blómabúð Akureyrar.

  2. steinunn
    16.05.2018 at 12:46

    Eg samhryggist þér innilega, skreytingarnar eru dásamlega fallegar honum fænda þínum til heiðurs

  3. Petrea
    16.05.2018 at 15:25

    Indislegar hjá þér, langar að spyrja þegar þú bjóst til kistuskreytinguna gerðir þú hana í oasis kubb og plastbakki undir ? Kveðja

  4. erla
    16.05.2018 at 15:58

    Virkilega fallegt hjá þér

  5. Margrét Helga
    16.05.2018 at 19:46

    Yndislegar skreytingar hjá þér elsku Soffía…sendi risaknús til þín og ykkar ❤❤

  6. Sigríður Þórhallsdóttir
    16.05.2018 at 22:36

    Mjög fallegar skreytingar 🙂 Samhryggist ykkur vegna frænda þíns <3

  7. Greta J
    16.05.2018 at 22:51

    Ótrúlega fallegar skreytingar hjá þér. Falleg hugsun að skella ET með.
    Samúðarkveðjur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *