…um daginn sýndi ég ykkur útisvæðið sem ég gerði í Rúmfatalagerinum í Bíldshöfða. Mig langar að fá að sýna ykkur restina af svæðinu sem við gerðum.
Hér bættist t.d. við þessi hangandi Led-ljósasería, mjög töff…
…síðan lagði ég á eitt borð, og gerði þrjá löbera, með því að klippa bara niður plastdúkana í rétta stærð. Þá biðjið þið bara um 40cm breiðan dúk, til þess að fá einn löber 😉
…mér finnst t.d ótrúlega fallegt að nota þennan bleika lit á löber, svarthvítu mynstruðu diskana, hvítan hliðardisk með svartri rönd og svo grænu skálina með…
…hér er grænn grunnur…
…og svo hvítur með pastel fiðrildum…
…og svo bætir maður servéttum við…
…ótrúlega kózý eitthvað…
…servétturnar fást hér: smella…
…og diskarnir hér: smella…
…mér finnst þetta koma mjög vel út saman, þrátt fyrir að það sé verið að blanda mynstrum…
…svo eru svona stór fiðrildi þarna í bastluktinni…
…mjög falleg svona í blómabeðin…
…svo rættist draumur minn um pall með pergola…
…nú vantar mig bara að yfirfæra þetta á “minns eigin pall” 😉
…gerir ótrúlega kózý að setja svona efni yfir og vera með “gardínur”, og það væri hægt að nota sturtuhengi í þetta úti…
…svo fallegir hengipottar…
…svo eru náttúrulega alls konar álfar og meðlæti sem er tilbúið að stökkva inn í sumarið, þegar það birtist…
…þar til getið þið vonandi fengið smá hugmyndir…
…svo er þetta kannski bara málið í haustveðrinu þetta vorið, að byggja sér bara inni útisvæði 😉
Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂
Já gaman að þessu……pallurinn bíður eftir því að sumarið komi fyrir alvöru og Konan hressist og geti andað að sér sumarangan og fengið smá solbrúnku og yl í kroppinn…..góða helgi….
Núna væri maður eiginlega til í að búa í útlöndum svo maður gæti gert svona fínt….rokið hérna hjá mér er ekki að gera góða hluti fyrir svona fínar palla/svalaskreytingar :/