…eins sumir vita eflaust, þá búum við á Álftanesi.
Við erum búin að búa hérna núna í 10 ár og ég er alltaf jafn hrifin af þessu umhverfi……það fyndna er að flestir segja alltaf: “er ekki leiðinlegt að keyra Álftanesveginn” – en þeir hafa greinilega ekki gefið sér tíma til þess að fara t.d. Garðaholtsleiðina…
…og bara að horfa aðeins í kringum sig…
…en það er allt að vakna til lífsins…
…og vorið komið…
…og allt er farið að grænka…
…einn af vorboðunum okkar hér á nesinu eru Margæsirnar, en þegar þær koma – þá er vorið komið.
…enda fínt að heimsækja forsetann og frú…
…nú heima eru rólegheit…
…litli sníkjarinn ekki sáttur við að við sitjum í sófa sem hann hefur ekki leyfi að koma í…
…og þó! Hann er ekki sófanum, hann er í fanginu á mér 😉
…svo er æðislegt að fara í kvöldgöngu hérna meðfram sjónum…
…Molanum finnst það í það minnsta ekki leiðinlegt…
…og svo er gott að hvíla sig á góðum stað þegar heim er komið…
…maður veit líka að vorið er komið, þegar það er farið að vera opið út á pall oftar en ekki…
…er að gera heiðarlega tilraun til þess að vera með pottaplöntu á eldhúsborðinu, en mér finnst brjálað mál að muna að vökva blómin 😉
…en litirnir eru dásamlegir…
…svo er farið að grilla kvöldmatinn utandyra, líka mikið vormerki…
❤ …og við hjónin brugðum okkur í smá hjólatúr, það er ágætt þegar að börnin fara að stálpast – því móðirinn fékk lánaðann hjálm hjá syninum en hjól hjá dótturinni…
…maður er að verða svona líka sportlegur á gamalsaldri…
…eruð þið ekki komin með vorfiðring í tærnar, eða svo gott sem?
Njótið dagsins❤
ps. þætti ótrúlega vænt um ef þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Yndislegt umhverfi þarna! Hugsaði alltaf að Álftanesið væri lengst úti í r***gati en svo er ekkert mál að keyra þetta þegar maður er að því. Gæti alveg hugsað mér að eiga heima þarna…