Innlit í Rúmfó á Bíldshöfða…

…og það eru nú allir í stuði fyrir svoleiðis á laugardagsmorgni, ekki satt?
Ég var líka að setja upp smá borð og svæði þarna, þannig að ég færi ykkur þetta alveg bullandi ferskt 😉
Athugið að allt sem er feitletrað eru hlekkir inn á heima síðu Rúmfatalagersins…
…uppáhalds Bohó-dúkarnir – HAMMAM, eins og í fyrra, eru komnir aftur í þremur litum, brúnu, svörtu og bláu…

…þetta er sá svarti…

…ég fékk mér hann í fyrra og elskaði heitt…

…svo er alltaf hægt að bæta á sig bökkum – flottir líka gylltu stjakarnir ASGE/CATO
…og ég verð að mæla með þessum hérna ilmkertum, stór ilmkerti sem kosta bara um 1000kr, og ég er t.d. búin að vera með vanillu-lyktina og hún er æði – CLASSIC ILMKERTI
…hvítar keramikluktir með mismunandi mynstrum – LIXA
…hér sjást síðan uppáhaldslöberarnir mínir – ERTEVIKKE, en ég er búin að vera nota þessa mjög mikið…
…sjálf er ég með þennan bláa á eldhúsborðinu og hef snúið honum bæði á réttunni og röngunni, tjú tjú tralala.  Kertastjakarnir eru líka frá Rúmfó og heita ELVIG
…það er sem sé ljósgrár, þessi blái og svartur – elska líka litla smáatriðið sem þessi leðurbútur er á endanum…
…og svo blandaði ég svarta og hvítmynstraða stellinu með…
…svo er náttúrulega komið heilmikið sumar…
…mér finnst þetta t.d. með flottari útiborðum sem ég hef séð, en samt mjög nett – VAMDRUP
…ótrúlega krúttað fyrir fuglana til þess að hengja í trén…
…og svo fallegir mildir litir í sumarpottum – ELLA
…geggjað ljós, og væri æðislegt að vera með nokkrur svona t.d. í eldhúsinu yfir eyjunni…
…stórir rammar, sem koma núna með svona fallegri mynd í…
…og fyrir þá sem vilja dunda sér eitthvað í sumar…
…þá eru æðislegar föndurbækur frá Tilda…
…yndislegir krakkastólar – STRANDBY
…og falleg hliðarborð – MIA
…og sófaborð í sama stíl – MIA
…þessi finnst mér æðisleg – BLAKE
…sem og þetta hér – FREDENSBORG
…og nei sko, þeir eru mættir aftur – ULSTRUP
…80´s glam komið aftur – ERSLEV
…og þar sem ég er í miklum pælingum fyrir flokkunina á plasti, sem lendir alltaf í plastpoka á gólfinu, þá er þessi hérna að koma sterk inn – MARY
…alls konar snagar…
…og sem hundeigandi þá vakti þetta athygli mína…
…ótrúlega flottar litabækur, kosta um 600kr, og eru snilld í afmælisgjafir nú eða t.d. í flugvélina eða fyrir sumarfríið almennt…
…og kominn glæsilegur speglasalur…
…eins eru hengihillurnar enn til, eins og ég er með í eldhúsinu – Tabby
…sem og þessar hérna komnar aftur…
…mikið úrval af alls konar hillum…
…svo falleg að blanda bleiku með svörtu, hvítu og gráu – og auðvitað dass af grænu með…
…geggjaðar vegghillur – Hejlsminde
Eisen vegghilla
…þetta er einn eftirlætis púðinn minn – KALKTELG
…flottir bakkar, til í tveimur stærðum…
…vona að þið hafið haft gaman að póstinum og ég sendi ykkur hlýjar kveðjur inn í helgina ❤
ps. þætti ótrúlega vænt um ef þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

7 comments for “Innlit í Rúmfó á Bíldshöfða…

  1. Sigrun
    28.04.2018 at 09:40

    Af hverju tekur þu ekki fram að færslur seu kostaðar? Bæði til að koma heiðarlega fram við lesendur þina og fylgja lögum

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.04.2018 at 11:15

      Sæl Sigrún,

      ég er ekki með neinar kostaðar færslur – sumar eru unnar í samvinnu við fyrirtæki og eru þá merktar lögum samkvæmt: http://www.skreytumhus.is/?p=50136
      Síðan sérðu alltaf greinilega hér til hliðar þau fyrirtæki sem eru með auglýsingar hjá mér, og það á ekki að fara milli mála.

      Það að taka fram að færslur séu kostaðar er til þess að fólk sé ekki að velkjast í vafa um það sem þau eru að lesa er í raun auglýsing, þessi póstur heitir Innlit í Rúmfó, þannig að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þetta eru Rúmfatalagersvörur sem þeir eru að fara skoða.

      Stundum er ég með innlit í Góða Hirðinn t.d. og ekki eru það kostaðar færslur.

      Hér getur þú lesið um málið, en ég legg mig einmitt fram um að koma alltaf heiðarlega fram á allan máta: http://www.skreytumhus.is/?p=38578

      kv.Soffia

  2. Heiðrún Saldís
    28.04.2018 at 10:00

    Obbobbobb hvað er mikið fínt 😀

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.04.2018 at 20:33

      Alveg hreint obbalega huggós sko 🙂

  3. Hildur
    28.04.2018 at 13:32

    Hæ hæ hvar fékkstu löngu svörtu járn hilluna ?

  4. Margrét Helga
    30.04.2018 at 14:32

    Úff hvað það er margt flott þarna!! Líst sérstaklega vel á sófaborðið og hvítu keramikluktirnar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *