…en nú hafa verið valdir sigurvegarar í Instagram-leiknum hjá Byko!
En ég get alveg fullyrt að það var ekki aðvelt verk, svo mikið af skemmtilegum myndum og raun bara spennandi verkefnum sem eru framundan hjá mörgum – manni klæjar bara í skreyti/breyti-puttann að skoða þetta
Helst hefði ég viljað velja helmingi fleiri sigurvegara, en því miður þá er bara einn sem getur unnið þennan veglega vinning. En það er 100.000kr inneigin í Hólf og Gólf í Byko Breiddinni, og það er sko heldur betur hægt að fá margt fallegt þar!
En sigurvegarinn var þessi mynd af lítilli manneskju sem langaði að fara í sturtu hjá honum afa, en það þurfti víst aðeins að klára smá verk áður en það gat gerst. Svo skemmtileg mynd sem maður gat ekki annað en brosað með – þannig að til hamingju @thesiggig…
…þar að auki voru tveir aukavinningshafa sem deila 2-3 sæti og þar var þessi syrpa af herramanni sem er að standa í framkvæmdum. Eins gott að fara varlega og fá réttu græjurnar. Þannig að til hamingju @thoreybjorkthorsteinsdottir…
…síðast, en ekki síst var þessi dásemdarmynd af fegurð og framkvæmdagleði. Svo falleg, og sýnir manni svo vel að það þarf að finna fegurðina á öllum stigum málsins, annars er þetta bara of erfitt
Til lukku @johannahelgathork..
Svo vil ég bara þakka fyrir frábæra þáttöku, og síðast en alls ekki síst – hjartans þakkir til Byko fyrir að veita mér þann heiður að fá að vera gestadómari í þessum glæsilega leik. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ♥
VÚHÚ! En gaman
Takk fyrir mig!
Skemmtilegar myndir…verð bara með næst