…elsku bestu, og takk fyrir veturinn!
Ég kíkti aðeins í gegnum pósta og myndir frá því í vetur, og fékk meira en lítinn sting í hjartað þegar ég fattaði að við erum að stefna inn í fyrsta Stormslausa sumarið okkar. Það verður að segja að það brýtur hjartað. Við erum búin að vera með labbakútana okkar frá því árið 2000, fyrst Raffann okkar og svo Storminn. En núna, núna verðum við bara með elsku Molann okkar. Skrítið er það!
En við kveðjum þá snjó og vetur…
…og tökum á móti sumri og sól, og vonandi hlýju…
…hlakka til að komast út á pallinn á nýjan leik…
…að vera með þessum hérna…
…að ferðast…
…og bara að reyna að njóta þess smáa sem og þess stóra ♥
Þess vegna vil ég þakka þér, elsku lesandi, fyrir að leggja leið þína hingað inn – fyrir að lesa, skoða, like-a og almennt að taka þátt í þessari vegferð með mér. Ég er þér þakklát fyrir það! Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn ♥
Gleðilegt sumar elsku besta ❤ hlakka til að fylgjast með ævintýrum ykkar á öllum sviðum í sumar 😊
Gleðilegt sumar. Takk innilega fyrir þessa skemmtilegu síðu. Mjōg skemmtileg til að sýna hvað málning og litlu ódýru hlutirnir geta breitt miklu fyrir heimilið. Svo hef ég endalaust gaman að sjá Mola stækka og þroskast. Ég elska þessa tegund, hún er svo þægileg í umgengni. Og flegt þeirra eru svo mikil keludýr. Kveðja Inga.