Bílskúrshurð…

…í haust sýndi ég ykkur frá því þegar við skiptum út útihurðinni hjá okkur (smella hér).
No automatic alt text available.
En við pöntuðum ekki bara útihurð á þessum tíma, heldur pöntuðum við okkur líka bílskúrshurð í Byko (ég vil taka það fram að hurðarnar voru keyptar af okkur).
Það er hægt að velja um alls konar liti en við vorum alveg ákveðin í svörtum, og erum að spá í svörtum þakkanti þegar að fram líða stundir…

…hurðin okkar gamla var ekki bara orðin þreytt, heldur var hún bara alveg búin greyjið…
…það sést kannski ekki eins mikið úr fjarlægð…
…en þegar nær er komið þá er það nú ansi greinilegt…
…og það var enn greinilegra innanfrá, en hurðin bara krumpaðist saman eins og klósettpappír í rigningu og bleytu…
…við ákváðum líka að taka í burtu gluggana, því að timbrið var alveg ónýtt og okkur fannst þeir ekkert sérlegt prýði.  Það er í raun erfitt að sýna myndir af þessu ferli, því að hurðin var sett í innan frá, og svo var sú gamla tekin.  Við vorum með snilldarsmið sem aðstoðaði okkur við verkið, og svo er elskulegur eiginmaðurinn nú ansi hreint handlaginn…
…en útkoman var snilld.  Við erum svo ótrúlega ánægð með þetta…
Þvílík breyting sko! Það er fátt eitt skemmtilegra en þegar svona tekst vel til.…en mér finnst kominn mjög fallegt útlit á húsið með þessu.  Hurðin er úr svona áli, þannig að hún er létt og þægileg í meðförum…

…það er líka ansi gaman að sjá breytingarnar á húsinu að utan frá því að við keyptum 2007…
…svo eftir að við skiptum um þak 2010 – þarf nú að finna betri mynd en leyfum þessari að duga í bili…
…og svo í dag 2018 ♥
Þetta sýnir ansi vel að maður getur farið langa leið í að breyta, þó maður taki bara eitt skref í einu og þó þetta sé 10 ára ferli.  Nú er bara að fara að einblína á bílaplanið, en það þarf svo sannarlega að gera því til góða.
Það er líka kjörið að nota tækifærið og minna á Instagramleikinn sem er í gangi hjá Byko. Sigurvegarinn fær 100.000kr inneign í Hólf & gólf í Byko, og þar að auki eru tveir aukavinningshafar sem hljóta 35.000kr hvor.

Það sem þú þarft að gera er að taka flotta/skemmtilega mynd, eða nota mynd sem þú átt fyrir, og setja inn á Instagram og merkja #bykoheimili – það er samt mikilvægt að ef þú ert með lokað instagram, þá þarftu að opna það á meðan á leiknum stendur, til þess að myndin sjáist.

Ég er gestadómari í þessum leik, get sagt ykkur að það er komnar inn svo margar skemmtilegar myndir – mæli með að þið kíkjið aðeins á þær (smella hér), og síðan verður tilkynnt um vinningshafa þann 20.apríl næstkomandi!

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

4 comments for “Bílskúrshurð…

  1. Margrét Helga
    23.04.2018 at 13:21

    Engin smá breyting á einu húsi 🙂 Mjög flott 🙂

  2. Helga
    19.04.2020 at 09:51

    Mjög vel heppnað.Er ì svipuðu hùsi og mjög forvitin um hvort flòkið var að losna við gaflklæðninguna og fà svona fallegan þakkant.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      23.04.2020 at 02:48

      Þetta var í raun ekki mjög flókið, en við vorum með reyndan smið með okkur sem stakk upp á þessari breytingu og við erum honum mjög þakklát!

  3. Elva Björk
    21.04.2020 at 03:40

    Geggjuð breyting, bara eins og annað hús að framan. Vitkilega vel valið

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *