Innlit í Byko Breiddinni…

…er það ekki alveg kjörið, svona á laugardagsmorgni með kaffibollanum?
…mér fannst persónulega sérlega gaman að skoða innréttingarnar sem eru komnar þarna…
…en þær eru alveg hver annari fallegri…
…þessi hérna risaeyja var td. að heilla mig mikið…
…það er bara fátt annað sem er jafn flott og stór eldhúseyja…
…svo snilld að geta lokað svona og bara í raun breytt útiliti eldhússins með því einu…
…þetta fannst mér líka alveg rosalega flott…
…og þessar flísar eru þvílíkur senuþjófur…
…kemur líka mjög vel út að vera með hvíta efri skápa á móti viðarlituðum neðriskápum…
…þetta fannst mér líka æði – og svo er um að gera að spyrja aðeins út í innréttingarnar, því að það er heill hellingur af flottum lausnum þarna, eins og t.d. sökkulskúffur (sem eru bara snilld)…
…töff og stílhreint…
…hér sést líka hvernig er hægt að poppa eldhús upp með því að breyta um flísar eða málningu…
…þetta kemur svo flott út…
…en þetta hérna, þetta var uppáhalds…
…bæði finnst mér svona “shaker-stíll” á skápum svo flottur, þessi marmara-look borðplata…
…og svo mamma mia, þessar flísar!  Þessar flísar!

Geggjað að láta þær koma svona óreglulega að ofan…
…mig dreymir um svona búrskáp…
…baðherbergisinnréttingarnar eru líka mjög flottar…
…geggjuð borðplatan og brassið í hringspeglinum hlýjar þetta allt upp…
…geggjað…
…ofsalega fallegar svona stórar flísar…
…Subway-flísar eru alltaf æðislegar, í eldhúsi og á baði, og skemmtilegt hérna að brjóta þær aðeins upp með svörtum flísum inn á milli…
…mig langar mikið í þessa hérna innréttingu, mér finnst hún æðisleg…
…og svo eru það allar þessar fallegu flísar..
…svö gordjöss…
…risastórar með marmaralook-i…
…og svo alveg endalaust af fallegum flísum með viðarútliti…
…nóg af litlum og penum innréttingum…
…svona borðplötur og vaskar eru draumur í þrifum…
…Andy Warhol-flísar, geggjaðar…
…og þessi hérna krani sko!
…handklæðaofnar komnir í alls konar útfærslum…
…síðan kemur bara seinni hluti af þessu innliti, enda af nægu að taka!
Svo er leikur í gangi hjá Byko og sem fer fram á Instagram.  Það er heldur betur til mikils að vinna en sigurvegarinn fær 100.000kr inneign í Hólf & gólf í Byko, og þar að auki eru tveir aukavinningshafar sem hljóta 35.000kr hvor.Það sem þú þarft að gera er að taka flotta/skemmtilega mynd, eða nota mynd sem þú átt fyrir, og setja inn á Instagram og merkja #bykoheimili – það er samt mikilvægt að ef þú ert með lokað instagram, þá þarftu að opna það á meðan á leiknum stendur, til þess að myndin sjáist.

Ég er gestadómari í þessum leik, og get hreinlega ekki beðið eftir að sjá myndirnar frá ykkur, og síðan verður tilkynnt um vinningshafa þann 20.apríl næstkomandi!
Svo er það líka þannig að það er nauðsynlegt að taka myndir áður en farið er af stað í framkvæmdir og meðan á þeim stendur, því að það er ótrúlegt stundum að líta til baka og sjá það sem unnist hefur.

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

2 comments for “Innlit í Byko Breiddinni…

  1. Margrét Helga
    16.04.2018 at 15:13

    Dreymir um nýtt baðherbergi…hornbaðkar, vegghengt klósett og nýja innréttingu 🙂 Kannski maður prófi að taka þátt í þessum leik 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.04.2018 at 02:30

      Ekki spurning – af stað með þig kona !!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *