Fallegasta sumarhúsið?

…tja það fer í það minnsta ansi nærri því!
Rut Káradóttir innanhúsarkitekt á dásamlegt sumarhús í Borgarnesi, og ég verð að segja að ég hef varla séð þau fallegri.

Húsið er til leigu á Airbnb og það er hægt að skoða það nánar hér – smella.Eins er hægt að lesa viðtal við Rut á Mbl.is með því að smella hér!

Annars ætla ég að mestu bara að leyfa myndunum að tala sínu máli – vá ❤


Það er allt smart í þessu húsi.

Bekkurinn finnst mér algjör snilld og þvílík geymsla.

Ofboðslega fallegt að vera með þessa gordjöss ljósakrónu með þessum rustic fíling.

Virkilega glæsilegt baðherbergi.

Fallegt vaskaborð.


Var ég búin að minnast á hvað þetta er allt fallegt  ❤

Dásamlegur skápur.

Þessar frönsku hurðar eru draumur.
Séð inn í svefnherbergi.

Kemur ótrúlega vel út að mála loft og veggi í sama lit.
Það eru sennilegast komin þrjú ár síðan ég sá þessar myndir fyrst, og mér finnst þær enn jafn heillandi.
Mikið væri nú gaman að gera svona einhvern daginn.
Alltaf gott að láta sig dreyma!
Ljós­myndir/​Gunn­ar Sverris­son og via Airbnb

4 comments for “Fallegasta sumarhúsið?

  1. Margrét Helga
    24.04.2018 at 08:18

    Vá! Ekkert smá fallegt! Yndislegir litir 😍

  2. Gurry
    24.04.2018 at 08:52

    Þetta er svo fallegt að mér verður hlýtt í hjartanu

  3. Sigríður Þórhallsdóttir
    24.04.2018 at 20:53

    Ekkert smá fallegir litirnir 🙂 og nátturlega allt 🙂

  4. Bára M
    25.04.2018 at 11:00

    Hugfangin ,,,,, svo flott ,,,litaval og innanstokksmunir og ekkert of mikið af dóti …LOve it 😀 takk fyrir að deila

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *