Innlit í Blómaval á Akureyri…

…ég fékk sendar nokkrar myndir frá Blómavali á Akureyri, en þar eru búið að vera að breyta og bæta í búðinni. Þar sem ég er víst ekki á norðurleið þá fannst mér kjörið að fá að deila þessu með ykkur…
…mér finnst þessi bekkur æðislegur, sem og púðarnir ofan á honum – geggjaðir…
…mér finnst líka þessir hérna keramik-trjádrumba-stjakar alveg æðislegir, er alltaf svo hrifin af þessu rustic look-i…
…geggjaðir kertastjakar, mjög Fixer Upper-legir…
…skemmtilegir, t.d. fyrir skartið eða bara til skrauts…
…og fallegir hvítir vasar, með mismunandi áferðum…
…svo fékk ég sendar hugmyndir fyrir fermingarskreytingar…
…limegrænt og hvítt, alltaf svo ferskt og fallegt…
…alltaf gaman að nota þemaliti, og auðvitað að nota eitthvað sem tengist fermingarbarninu og áhugamálum þess í skreyingarnar, eins og hér fótboltaskór…
…og skíðahjálmurinn…
…hér er t.d. einn uppáhalds bakkinn minn…
…svo stór og flottur…

…mér finnst hann æðislegur…

…alls konar falleg gjafavara…
…flottir draumafangarar, eða fjandafælur eins og þeir eru stundum kallaðir…
…alltaf sniðugt að muna að svona kertaglös, þau geta líka orðið flottir blómapottar og jafnvel vasar…
…geggjaður stóri vasinn og líka kringlóttu speglabakkarnir…
…ég fékk líka sérfregnir af að það sé komið mikið af pottum og slíku, sem beðið hefur verið eftir…
…rétt eins og í bænum þá er frábært úrval af afskornum blómum, og svo auðvitað ódýru búntin með liljum, krusum og sólliljum á fimmtudögum.  Vel þess virði að skottast yfir lækinn fyrir svoleiðis fegurð…
…ég meina sko, vá!
…mér finnst þessir standar líka æðislegir…
…og það er víst ágætt að það komi fram að það er víst 25 % afsláttur núna af pottaplöntum og alls konar tilboð í gangi…
Húsasmiðjublaðið – tilboð – smella
…annars vona ég bara að þið eigið yndislegan dag ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Innlit í Blómaval á Akureyri…

  1. Margrét Helga
    18.04.2018 at 08:25

    Hélt að þú hebbðir brugggðið þér af bæ 😉 Margt hrikalega flott þarna 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.04.2018 at 02:29

      Özzz…..nei því miður sko! Það hefði nú verið aldeilis skemmtilegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *