Viltu vinna 100.000 kr. inneign frá Hólf & Gólf? – #bykoheimili…

Núna er kominn út nýr og spennandi bæklingur frá Byko sem ber heitið: Hólf og gólf.

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Byko!

Bæklingurinn leggur áherslur á innréttingar (vissir þú að það er hægt að kaupa eldhúsinnréttingar í Byko!), parket, flísar og blöndunartæki – til þess að nefna fáeina hluti.
Þið getið smellt hér til þess að skoða bæklinginn á netinu (smella)…

Ég er ótrúlega spennt að segja ykkur frá leik sem er svo í tengslum við blaðið og fer fram á Instagram.  Það er heldur betur til mikils að vinna en sigurvegarinn fær 100.000kr inneign í Hólf & gólf í Byko, og þar að auki eru tveir aukavinningshafar sem hljóta 35.000kr hvor.

Það sem þú þarft að gera er að taka flotta/skemmtilega mynd, eða nota mynd sem þú átt fyrir, og setja inn á Instagram og merkja #bykoheimili – það er samt mikilvægt að ef þú ert með lokað instagram, þá þarftu að opna það á meðan á leiknum stendur, til þess að myndin sjáist.

Ég er gestadómari í þessum leik, og get hreinlega ekki beðið eftir að sjá myndirnar frá ykkur, og síðan verður tilkynnt um vinningshafa þann 20.apríl næstkomandi!
Svo er það líka þannig að það er nauðsynlegt að taka myndir áður en farið er af stað í framkvæmdir og meðan á þeim stendur, því að það er ótrúlegt stundum að líta til baka og sjá það sem unnist hefur.
Tók að gamni nokkrar myndir í dag og setti saman með myndum sem voru teknar á meðan á framkvæmdum stóð hjá okkur.
Það er ákveðin vellíðan sem kemur með því að líta svona til baka.
En í raun líka smá skelfing, því að þetta var svo mikið sem við gerðum.
En sem betur fer er það útkoman sem skilar manni mestri gleði.
Hlakka til að sjá ykkar framkvæmdamyndir – og munið að merkja myndirnar á Instagram #bykoheimili 😉

1 comment for “Viltu vinna 100.000 kr. inneign frá Hólf & Gólf? – #bykoheimili…

  1. Margrét Helga
    09.04.2018 at 10:06

    Snilld….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *