Gleðilega páska…

…óskir til ykkar allra!…við áttum yndislegan páskadag sem hófst með mikilli páskaeggjaleit…
…þar sem varla stóð steinn yfir steini þegar börnin voru búin að fara það um 🙂
…ég er að segja ykkur það – hahaha…
…og þrátt fyrir auðsýnilegan áhuga, þá fékk Moli ekki neitt smakk af þessum eggjum…
…fengum okkur síðan bröns…
…passað að halda í súkkulaðiinntökuna…
…aftur, þá fékk þessi ekki neitt svona…
…svo var farið í föt og haldið í heimsóknir…
…til ömmu og afa, alltaf svo fallegt hjá þeim ♥…
…og til ömmu og afa, og allir fengu glaðning…
…mæðgurnar, ég er að halda í það að ég er hærri – svona í nokkra mánuði í viðbót…
…og ein af famelíunni – og takið eftir leikaranum þarna fremst…
…þessi bíður samt alltaf eftirvæntingarfullur og vongóður…
…það fækkaði óvænt hjá okkur matargestum, þannig að við vorum bara fjögur…
…þannig að ég lagði bara á borð svona í hvelli og notaði samblöndu af því sem ég hef þegar sýnt ykkur…
…allt svona létt og leikandi…
…fallegar servéttur…
…og lítil egg sett til skreytinga…
…er ótrúlega hrifin af því hvað gullið í hnífapörunum hlýjar þetta upp, og tengir við glösin sem eggin eru í…
…Molinn alltaf á vaktinni…
…og allt tilbúið!
Vona svo sannarlega að ykkar páskar hafi verið ljúfir og góðir! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Gleðilega páska…

  1. Margrét Helga
    03.04.2018 at 13:29

    Yndislegt! Vonandi áttuð þið dásamlega páska 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *