…og fyrst að páskarnir eru að koma – þá er ekki hægt að neita því að vorið er á næsta leyti. Ekki satt 🙂
Ég arkaði því af stað í Blómaval (eða sko keyrði, og arkaði frá bílnum og inn í verslunina) og kippti með mér einu og öðru sem minnir á páska, og auðvitað bara á elsku vorið.
Þessi póstur er því unninn í samvinnu við Blómaval.
…öll þessi dásemdar vorlaukar eru í uppáhaldi, Perlulilja (Muscari í potti), bæði í bláu og hvítu. Svo tók ég bara svo grófa leirpotta með, þeir eru líka vorlegir í hausnum á mér…
…eggin eru auðvitað ómissandi fyrir páskana, og þessi er hreint æði. Hvít með svörtu og svona smá gylltu…
…eins finnst mér þessi hérna geggjuð – flott að blanda með þessum efri, því að það væri kannski helst til mikið að vera með skrift á öllum eggjum…
…krúttaralegir, loðnir, flöffí ungar og hreiður…
…svo hreint geggjaðar afskornar hyasintur, vá hvað mér finnst þær passa betur sem vorblóm frekar en um jólin. Tréhúsin fannst mér líka æðisleg, og litlir vasar sem kostuðu bara 199kr…
…sjáið bara!
…vildi bara að ég gæti leyft ykkur að finna ilminn…
…svo fékk ég mér litlar páskaliljur (Tété í potti) og ákvað að taka þær í sundur og setja í gamalt kökuform…
…mér finnst það koma ferlega skemmtilega út…
…tók síðan hreiðrin fallegu…
…svona finnst mér svo fallegt vorskraut…
…og mér finnst þetta koma svo fallega út. Auðvitað þyrfti vanalega að setja eitthvað í botninn þegar að blómum er umpottað svona, en þar sem þetta er bara svona tímabundið blóm – sem sé í raun eins og afskorin blóm…
…smá hreiður í botninn ásamt litum fugli…
…og svo bara njóta fegurð blómanna…
…vorlegt og fallegt…
…þessi egg fannst mér líka mjög falleg – mjög svona “náttúruleg”…
…því var kjörið að fá sér bara birkigreinar og setja eggin þar á…
…koma svo fallega út…
…litlu ungakrúttin fengu líka að fara úr pakkanum…
…þannig að þeir fengu sæti hér og þar…
…þetta eru reyndar hálfgerðir loðboltar…
…en sætir eru þeir…
…hér eru svo eggin sem ég ákvað að blanda saman…
…og ég ákvað að setja þau í ljósið yfir borðinu…
…svo falleg…
…sérstaklega hrifin af þessum…
…og ég setti eitt egg í körfu á borðinu, ásamt þessari yndislegu kanínu og postulínseggi…
…en ég fékk þessa flottu körfu líka í Blómaval, og setti bara ofan í hana tréplatta…
…og í körfuna setti ég líka könnu með þessum dásemdar blómum sem ég fékk í Blómaval…
…ranunculus eða asíusóleyjar – hversu dásamlegar eru þær!
…ég bara fæ ekki nóg af því að horfa á þær…
…ég setti síðan fjöður ofan í hvern vasa, og setti kerti – þannig urðu þeir að kertastjökum…
…og koma bara vel út með húsunum og laukblómunum…
…restin af eggjunum var síðan nýtt áfram…
…og sett á dásamlegar kirsuberjagreinar í vasa…
…og svo egg…
…krisuberjagreinarnar blómstra síðan ýmist hvítu eða bleiku…
…dásamlegt bara!
Ertu ekki alveg að detta í svaka páskaskreytigír við þetta allt saman? ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Gleðilega páska…njóttu með þínum…..
Ég kemst alveg í páskagírinn að sjá allt þetta fallega páskaskraut 🙂 Gleðilega páska 🙂
Mjög fallegt 🙂 er forvitin að vita hvað herleg heitin kostuðu.
Tjaaaaa…..ekki get ég munað það – enda póstur frá 2018 🙂
Æðislegt!! 🙂