…er næst á dagskrá! Það er eins og þið getið kannski ímyndað ykkur ekkert alltof litskrúðugt, frekar svona dempað í tónum en með hlýlegum blæ. Smá svona pasteltónar með grófari náttúrulegum elementum.
Rétt eins og í póstinum í gær er ég enn að vinna með fallegu kertin og servétturnar frá Heildversluninni Lindsey sem að fást í Krónunni, og reyndar víðar. Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Lindsay.…í stað þess að nota eiginlegan dúk, þá er ég með efnisstranga úr Rúmfó sem ég klippti bara til þannig að hann passi á borðið okkar. Þetta er sama efni og ég notaði um jólin, þannig að það getur verið bráðsniðugt að nota svona í reddingar á borðin. Ég kíkti inn á síðuna hjá Rúmfó og mér sýnist þetta (smella) vera sama efnið…
…svo er alltaf svo fallegt að vera bara með einfaldan og hlutlausan grunn, og leyfa þannig restinni á borðinu að njóta sín…
…og eins og þið sjáið þá er kanturinn ófaldaður en það kemur ekki að sök…
…það sem ég notaði á borðið týndi ég til úr skápunum hérna heima – og takið eftir muninum, án servéttanna…
…og svo með þeim – gera alveg ótrúlega mikið fyrir borðið allt…
…glösin fengum við í brúðargjöf en litlu kampavínsglösin fengu mamma og pabbi í brúðargjöf fyrir rúmum 55 árum…
…ofan í glösunum eru síðan gráar fjaðrir af svona fjaðrahálsskrauti – sem ég hreinlega klippti niður, og svo eitt fallegt egg í desert frá Nóa…
…síðan er alltaf skemmtilegt að setja saman mismunandi diska og leika sér með borðbúnaðinn…
…þessar servéttur eru í miklu uppáhaldi hjá mér – þessar eru alltaf þær sem ég færi beint í sko…
…ég skipti líka upp – set sumar servétturnar í svona lítinn, heimagerðan servéttuhring…
…á meðan hinar fá að liggja á diskunum…
…og reyndar setti ég eitt svona lítið plastegg sem ég átti og lagði ofan á servéttuna…
…svo er alltaf svo fallegt að setja smá svona “miðju” á borðið, hvort sem það er gert með bakka eða eins og hér, hreinlega bara tréplatta…
…og eins og áður, nota ég líka hreinlega páskaegg sem borðskraut…
…hnífapörin eru þau sömu og ég var með um jólin, en þau eru frá Rúmfó líka…
…og svo er bland í poka af kertastjökum, frá Iitala yfir í gamalt sykurkar…
…hér er síðan gamalt kökumót sem ég keypti eitt sinn í Góða hirðinum…
…ég setti það síðan ofan á kertastjaka sem ég átti…
…og bætti því svo við – það má endalaust leika sér með þetta…
…mér finnst reyndar stólarnir okkar passa sérlega vel við borðskreytinguna, en það var nú alveg óvart…
…og þó þetta virki svona einfalt…
…og víst alls ekki gult…
…þá er samt alveg hellings stemmning í þessu öllu – bara um leið og kveikt er á kertum…
…þá breytist allt saman og ákveðin hátíðleiki tekur völd…
…ekki sammála?
Svo bara til að sýna mismunandi servéttur, þá eru hérna þessar brúnu og smá bláu. Hér er búið að skipta út litla egginu fyrir stórt…
…þessar eru reyndar mjög fallegar…
…svo má auðvitað nota gular…
…og þessar eru mjög fallegar…
…og hægt að skella eggi ofan á þær og þá er eins og kanínurnar séu að passa eggið…
…eða bara gleðilega páska…
…smá krúttaralegt með…
…þessar passa líka mjög vel við…
…og ekkert síðra að bæta einni fjöður við með…
…það skemmtilega við að vera með svona hlutlausan bakgrunn er að það er auðvelt að poppa upp með hvaða servéttum/blómum/kertum sem er! Hér er t.d. komin bleika deildin…
…smá fuglalíf með auðvitað…
…og eggið þá komin á pínulítinn bleikan kökudisk á fæti…
…ég hafði líka mikið dálæti á þessum hérna, svo fallegar…
…nótur og egg, þetta er bara yndislegt…
…hvað er síðan þitt uppáhalds?
Ertu “gul/ur” um páskana?
Annars vona ég bara að þú eigir yndislega helgi og sendi þér knús inn í daginn ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Allt uppáhalds….er samt reyndar alltaf hrifin af bláum tónum 😉 Ólst upp við gult um páska þannig að maður er svolítið fastur í því….