…er það ekki annars orð? Að páska sig upp! Rétt eins og að jóla fyrir allan peninginn. Ég ætla í það minnsta að nota þetta orð. Sýna ykkur alls konar mismunandi servéttur og fínerí, allt sem þarf til þess að gera páskaborðið þitt, og mitt!
Ég er enn að vinna með fallegu kertin og servétturnar frá Heildversluninni Lindsey sem að fást í Krónunni, og reyndar víðar. Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Lindsay.
Það eru til margir dásamlega fallegir litir í kertunum, bæði í kubbakertum og löngum, en ég hélt mig auðvitað í pasteltónum og hvítum. Enda vorið og páskar það sem málið snýst um. Ég tók reyndar líka einn pakka af gulum, en það var sko meira fyrir ykkur – ég er ekki þessi gula kertatýpa júsí…
…og svo það sem má ekki gleymast hjá mér um páska, en það eru Nóa Siríus-eggin – og þið vitið ekki hvað ég varð glöð þegar að þau komu í þessum nýjum fallegu pastelumbúðum – það var nú meiri gleðin…
…og stundum þarf bara ekkert meira. Bara kerti í stjaka og falleg egg, og la voila…
…einfalt, stílhreint og fallegt…
…en maður getur alltaf á sig blómum bætt, eða í þessu tilfelli eggjum og fuglum…
…hér er t.d. allt að vera reddí fyrir kaffiboðið…
…í hreiðrið á kökudiskinum bætast síðan við eggin fallegu…
…og sjáið bara muninn þegar að servétturnar koma á diskinn – þetta er vaknar allt til lífsins…
…og ekki síðra að brjóta þær saman og bæta við einum litlum fugli…
…það er sko eins og hann sitji í hreiðrinu sínu þetta krútt!
…það var líka gott úrval af alls konar kaffiservéttum en mér finnst oft erfitt að finna þær einmitt…
…nú ef við færum okkur svo yfir í meira matarboð. Þá er hér allt svona í hlutlausum litum og svona náttúrulegt…
…yndislegi löberinn frá Jónsdóttir & co og þessar servéttur sko, þær eru uppáhalds…
…eins fannst mér þessi eggjakerti æðisleg…
…og þau gera svo mikið þegar þau eru komin í eggjabikar og beint á borðið…
…bara fallegt sko að mínu mati…
…hér eru líka fleiri týpur sem kæmu til greina í svona “natur”-þema…
…yfir í svart hvítu og bleiku deildina…
…falleg bleik kerti í stjaka og smá egg á greinum…
…og mér finnst ferlega sætt að vera bara með kökudiska á fæti, og nota svo páskaeggin sem borðskraut! Svo eins og ég sagði inni á snappinu, þá er ég súper skotin í þessum kanínum sem eru komnar á páskaeggin frá Nóa í ár…
…alltaf hægt að bæta við rörum, þessi fást líka í Krónunni…
…og svo krúttaralegar sérvéttur…
…hér eru aðrar í bleikum tónum…
…og það er mjög sætt að setja svona band utan um hnífapörin, rétt eins og er á servéttunum…
…og hér er svona hluti af bleiku línunni í servéttum…
…en yfir í gulu deildina, það eru svo margir sem vilja sinn gula páskalit…
…hér eru t.d hvít kerti, og bara sett lítið snæri utan um þau – og svo smá páskaungi á kantinum sem fær að vera með…
…og þetta er nú kannski ekkert svo gult, nema auðvitað bara kertin – en þetta er samt páskó…
…svo væri auðvitað alltaf hægt að bæta við sérvéttunum í meira gulum tónum…
…ég er nú bara full af bulli, þetta er ekkert gult nema bara kertin – sem sjást ekki á þessi mynd 😉
…hér nota ég lítil skotglös sem eggjabikara – ágætt að nýta þetta í eitthvað…
…og litlu eggjakertin, mér finnst þau æðisleg…
…og auðvitað páskaeggið með, það væri líka hægt að vera með eitt á mann ef vilji er fyrir hendi…
…kanínukrúttin kúra á diskunum…
…þetta er nú bara smá hátíðlegt, en þó líka skemmtilegt fyrir krakkana með…
…smá grænar greinar, eucalyptus í þessu tilfelli – gera ansi mikið…
…og með eru nokkrar kirsuberjagreinar…
…svo á morgun – þá lagði ég á páskaborð – alveg eins og ég vill hafa það, og sýni svo aðeins fleiri servéttur á þvi. Þangað til – knúsar ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Ég ætla að fara að kaupa litlu páskaegginn. Þetta eru svo flottar umbúðir og tilvaldar til að skreyta með 🙂
Ó, svo fallegt 🙂 Servíetturnar eru hver annarri fallegri…og allt hitt líka 😉