Heima er best…

…er heiti á nýjum vefnaðarvörubæklingi frá Rúmfó.
Heima er best – smella hér til að skoða!
Þar sem að ég er nú annálaður RL-isti fannst mér kjörið að nota tækifærið og sýna ykkur smá úr listanum, og jafnvel myndir af því sem ég hef verið að nota undanfarna mánuði, og í sumum tilfellum í mörg ár…

Þessi póstur er því unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn…

…ég er sjálf með þunnar hvítar gardínur í stofunni frá Rúmfó, og þær eru ennþá til og sjást hérna – en þær heita Marisko (smella hér).  Einn góðan veðurdag læt ég kannski útbúa fyrir mig gardínur, en meðan Moli var svona smádýr sem átti það til að halda að inni væri úti og skilja eftir glaðning í glugga – þá er eðal að vera með gardínur sem bara hægt að henda í þvott!…eins eru dökku vængirnir okkar í stofunni úr Rúmfó, sem og gardínurnar í herbergjum krakkanna……svo fallegt alltaf að setja saman bleikan lit með gráum tónum…
…síðan er auðvitað snilldin við Rúmfó að geta farið og fengið sér sæta púða eftir árstíðum, og geta með góðri samvisku “leyft” fjölskyldumeðlimum að nota púðana…
…ég rak einmitt augun í Linnea-teppið þarna á myndinni til vinstri..
…en það er mjög fallega grágrænt, ef það er litur! Svo finnst mér svo fallegt þegar að “leðurböndin” eru utan um teppin…
…og ég ákvað auðvitað að nýta mitt í alveg nýtt hlutverk…
…og kransinn fær núna að hanga í því frammi á gangi – nýta sko, alveg möst!
…síðan eru líka mjög spennandi gærurnar sem eru í fallegum litum þarna hægra megin…
…og ég fékk mér einmitt þessar gráu á bekkinn við borðstofuborðið (þær eru tvær saman þarna)…
…og svo ein í fölgræna, sést þarna á bakinu og við hana er Linnea-teppið – en þær eru mjög svipaðar á litinn…
..og fyrst við erum á annað borð í stofunni, þá varð ég alveg sérlega djörf *hóst* og fékk mér bleikan púða.  Ég veit, ég veit – flestum þykir eflaust lítið um liti að vera með einn bleikan, en fyrir mig sko – fjúfff, ég er algjör hetja…
…ég fann líka þetta æðislega teppi sem ég setti á legubekkinn, en það er alveg ferlega flott…
…og Molinn er svona líka sáttur við það – sem og auðvitað græna púðann sem ég fékk mér líka – af því að ég er alltaf svo djörf í litavali, þið munið…
…mottan er reyndar líka frá Rúmfó en frá því í fyrra, en það eru svipaðar til þar núna hérna (smella)
…ég sé það á þessari mynd að það er allt að verða mjög grænt þarna, en ég er reyndar farin að þrá og hlakka svo mikið til að sjá allt grænka út um eldhúsgluggann, að ég er sennilega bara að reyna að kalla þetta til mín – svona ómeðvitað…
…hér er hins vegar bleika deildin á móti…
…og svo auðvitað þessir uppáhalds, en ég er með þessa svart/hvítu í öllum sófum og elska þá alveg, sjá hér (smella)
…og það er nú bara þannig fyrir konur með púðablæti að þær fá sjaldnast nóg, ég get alltaf á mig púðum bætt…
…og meira segja fékk einn lukt að fljóta með – og svo fer hún væntanlega á pallinn þegar þetta langþráða sumar mætir á svæðið…
…en þangað til – þá veitir ekkert af púðum, og teppum, og gærum, og öðru slíku sem að vekur upp kózýtilfinninguna þegar maður kúrir sig í sófa…
…vona bara að þið eigið yndislegan miðvikudag ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Heima er best…

  1. Margrét Helga
    21.03.2018 at 08:07

    Nú langar mig í Rúmfó og fá mér fulla körfu af kósýheitum 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *