…en eins og áður sagði (sjá hér) þá er sýningin haldin í Húsasmiðjunni og Blómaval í Skútuvogi um þessa helgi. Ég var þarna í gær og tók nokkrar myndir og ákvað að deila með ykkur – bæði fyrir ykkur sem ekki eruð með Snapchat og eins bara til þess að gefa ykkur fleirum færi á að koma og kíkja í dag……það var alveg svakalega mikið magn af fallegum afskorunum blómum…
…og auðvitað á tilboði…
..sama um pottaplöntur, sá t.d. mjög fallegar bergfléttur sem voru á ca 3000kr fyrir afslátt, þannig að það er hægt að gera góð kaup…
…svo er svo mikið af fallegum smápottaplöntum, alltaf svolítið spennandi að eiga við þær – nota t.d. bara fallega kertastjaka sem potta…
…sjáið þið t.d þessa bergfléttu, og hortensíurnar voru æði…
…líka komin mjög svo falleg páskaegg til upphengis…
…tilboð út um allt hús…
…
…ég gerði nokkrar súper einfaldar skreytingar…
….fékk góða og mjög kunnuglega gesti…
…mér fannst þessi mjög flott, svo eru pottar í sömu línu…
….töff töff töff…
…glerdiskar…
…svo mikið af góðum tilboðum…
….fer að verða spurning um að byrja snemma á jólagjöfunum….
…fallegir…
…og hversu sæt eru þessi? …og Múmínbollar á snilldarverði…
…sem og líka Iittalaglösin…
…geggjaðir hengipottar……er ég ekki örugglega að fara að sjá þig í Skútuvoginum í dag? 😉
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥