…á miðvikudaginn stökk ég inn í Rúmfó á Bíldshöfða og sýndi nokkrar myndir á snappinu. Það voru svo margir sem tóku “screenshot” af myndunum, og eftir að þær duttu út af snappinu fékk ég fyrirspurnir um hluti – þannig að hérna koma myndirnar aftur 🙂
Þessar luktar eru vorlegar og sætar – ég held líka að þær yrðu skemmtilegir umslaga”kassar” fyrir fermingar…
…ljósaskiltin eru líka skemmtileg í fermingar og veislur…
…ok, þetta er of kjút og krúttlegt…
…þessir eru litir fyrir minnstu krílin og hversu sætir!
…ný motta og mjög töff…
…hann er kominn aftur!! Geggjaður arinn…
….og talandi um geggjað – æðislegir blómastandar…
…ég er súper spennt fyrir þessum hérna…
…vorhænurnar mættar…
…og páskaeggin fallegu…
…fallegt upphengi…
…og þessir litlu kertahús, mjög sæt…
…töff en samt páskalegar!
…langar svo að sýna uppáhalds frá Rúmfó þessa dagana…
…en litlu hillurnar eru æðislegar…
…og mér finnst litli fiðrildavasinn alveg hreint yndislegur – 99kr 😉
…og ef þið viljið fylgjast með á Snapchat – þá er Molinn alltaf í stuði þarna inni 🙂
Notendanafn: soffiadoggg
Annars vona ég bara að þið eigið notalegan föstudag ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Aumingja Moli af hverju er hann í svona miklu stuði. Eru innréttingarnar í bílnum þínum svona rafmagnaður ?
Ég er enn að hugsa um þennan kertaarinn…spurning um að láta vaða og gleyma kommóðunni í geymslunni sem ég ætlaði að búa til kertaarinn úr…. :/ Eða hvað? Á ég að treysta því að ég hafi erft handlagnina frá móðurafa mínum? Spurning…Líka spurning um að láta bara vaða, drífa þennan kommóðukertaarinn af og ef hann klúðrast að kaupa þennan í Rúmfó 😉 Gott að hafa backup plan 😉
Myndi láta slag standa! Þá er bara einu færra verkefni sem þarf að gera – plús þú átt bara sæta kommóðu! Er viss um að þú ert handlagin fyrir allan peninginn 😉