…eins og þið munið eflaust mörg, þá héldum við upp á afmæli dótturinnar í seinasta mánuðu (sjá hér).
Rétt eins og áður þá fór ég á stúfana til þess að finna fallegar servéttur sem gætu gengið, en við mæðgur vorum búnar að ræða saman og hún var mjög spennt fyrir einhyrningsköku þegar við ræddum þetta í nóvember. Ég var því mjög spennt þegar ég sá þessar hérna sérvéttur, sem mér fannst smellpassa við “þemað” sem var að myndast…
…en tíminn flýgur víst ansi hratt þegar maður er 12 ára, og nóvember er bara fyrir heilli öld síðan – og hún var sko ekki á því að vera með einhyrninga þegar upp var staðið – haha, þessi börn! Ég hafði sem betur fer kippt þessum með, því að ég er venjulega með mismunandi servéttur fyrir krakkana og svo hina fullorðnu……ég pantaði kökuna hjá 17sortum og þær sendu mér mynd þegar hún var að verða til…
…og það var alveg ótrúleg tilviljun að blómin á kökunni voru svo alveg í stíl við servéttunar…
…hversu fallegt er þetta!
…og sjáið servéttuna, bleik – fjólublá – gul – blá og sægræn…
…ótrúlega fallegar ♥
…ég var samt mjög skotin í einhyrninginum sko…
…sérstaklega þegar ég sá að það var líka hægt að fá kaffiservéttur – sem er frekar erfitt að fá oft…
…dásamlegt með kökunni…
…ég var reyndar líka spennt fyrir þessum hérna…
…ferlega sætar og töff, svona í svarthvítu og með þessu fallega bleika lit, ásamt smá gylltu!
Af því að ég varð svo hrifin af þessum – þá fannst mér ekki úr vegi að sýna ykkur restina af afmælislínunni frá Heildversluninni Lindsay – en vörurnar þeirra fást m.a. í Krónunni, og það er auðvitað snilld að fara og kaupa bara allt fyrir afmælið á sama stað. Veitingarnar, og svo kerti, servéttur, diskar- og glös, rör og blöðrur!
Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Lindsay.
…það eru nefnilega til æðisleg papparör…
…og þessir litir eru alveg yndislegir…
…svo er hægt að fá pappadiska – og glös með doppum, í gráu, bláu og bleiku – mjög fallegt…
…kemur líka æðislega út með servéttunum…
…og eins og þið sjáið, þá finnst mér alltaf gaman að blanda saman litum – að vera ekki að festast um of í einum lit. Það er gaman að blanda…
…svo er hægt að fá svona risapoka af rörum, með ýmsum litum…
…og þau eru t.d. æðisleg með þessum hérna…
…og í öllu þessum Emoji-æði sem er í gangi, þá eru eflaust margir sem myndu elskar þessar servéttur…
…fullt af skemmtilegum litum að velja úr til þess að hafa sem aðallit…
…og þessar hérna, flottar í ofurhetjuþema…
…wow…
…fjölmargir litir af blöðrum…
…og mér finnst ótrúlega skemmtilegt að það er auðvelt að blanda þessu öllu saman…
…þessar finnst mér alveg yndislegar – svo krúttulegar fyrir krílin…
…hverjar eru ykkar uppáhalds?
…annars er þetta er ekki tæmandi af servéttunum sem til eru, ég ætla að gera annan póst og sýna ykkur með servéttum sem væru fallegar fyrir páskana og þess háttar. En þið verðið nú að viðurkenna, að þessar eru ansi hreint yndislegar margar – og þrælskemmtilegar fyrir krakkana, og þetta snýst auðvitað allt um þau!
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Miðað við yngri guttann minn þá myndu held ég emoji servíetturnar koma sterkar inn 😉 En já…rosalega er þetta flott og gott úrval! 🙂
Mér finnst servétturnar sem eru í stíl við kökuna æðislegar, líka fölbleiku og emoji servéttunar, en Í raun finnst mér allt skrautið vera mjög flott 🙂