…og þar er heldur betur allt til fyrir skreytingarnar. Ég fór í heimsókn um daginn og tók nokkrar myndir og ákvað að deila þeim með ykkur, svona á þessum ljúfa laugardagsmorgni!
Allur texti sem er feitletraður og hallandi, eru svona tips eða ábendingar…
…byrjum í bleiku deildinni, en það er alveg ógrynni til af fallegu í bleiku. Líka gaman af því hversu fjölbreytt úrvalið er í litatónum……mér fannst þessar einstaklega fallegar, og mér finnst alltaf svo fallegt að nota eitthvað svona “ófermingarlegt” með, svona brjóta aðeins upp…
…svo er líka alltaf gaman að nota servéttur í skreytingarnar…
…eins ég gerði t.d. hérna, en þá eru servétturnar í raun það sem gefur litatóninn á borðið.
Þar sem fólk er að stafla mat á diskana þá er kjörið að hafa servétturnar bara beint á borðinu…
…og allt svona smáskraut með, eins og fuglar og fiðrildi geta gert alveg endalaust mikið…
…mikið af fallegum fjólubláum tónum til að blanda saman…
…og auðvitað smáskrautið með…
…svo er líka bráðsnjallt að nota pottablóm í skreytingar. Notaði t.d. hjá frænku minni fyrir um 5 árum, og þær orkídeur eru enn á lífi í dag. Talandi um skreytingar með framhaldslíf…
…smá blátt…
…og svartur er víst að koma mjög sterkur inn í ár – allir svarthvítir…
…fallegir líka þessi ljósu bláu tónar…
…og sá sægræni, alltaf uppáhalds hjá mér…
…og ofsalega fallegir skrautfuglar og fiðrildi til með því…
…fallegu fermingar kertin og servétturnar frá Heklu…
…og virkilega fallegt með þessum sæbláa…
…smá gult, fallegt með t.d bláu og grænu – svo auðvitað fyrir páskana…
…fallegt að blanda saman – ég er alltaf að segja þetta, en prufið þið að setja saman bleikan með sægrænum, blátt með bleiku – leika sér með þetta…
…svo er það mikið úrval, að ef þið veljið t.d. bláan – þá eru nokkrir mismunandi litatónar sem fallegt er að blanda saman…
…og auðvitað er hægt að prenta á servétturnar þarna líka…
…svo eru það vasarnir…
…en það er mjög mikið úrval af fallegum og ódýrum vösum sem eru auðvitað snilld í alls konar skreytingar…
Hér er t.d. bara einfaldar gervirósir og vantar bara smá sand eða steina í botninn… …og með því að setja annan vasan innan í, þá væri t.d hægt að skera sítrónur og raða meðfram innri vasanum og setja svo vatn líka. Eða bara fylla í kringum með sand eða steinum. Eða, og þetta gæti verið mjög fallegt, að nota skrautfiðrildi á milli vasanna…
..en þau eru til í öllum litum, stærðum og alls konar týpur…
…og þið sjáið líka hversu fallegar svona einfaldar skreytingar í glervösum geta verið, en hérna eru bara þrír stilkar af lysianthus í hvorum vasa, ásamt sandi – og með því að stytta blómin í mismunandi hæð þá ertu komin með skreytingu á matarborðið. En það er alltaf fallegt að reyna að vera með einhverja flotta skreytingu, svona með öllum þessum flotta mat…
…og úrvalið af afskornum blómum er náttúrulega æðislegt. Svo er líka gaman að prufa önnur blóm en bara rósirnar. Nellikur, krusar og lysianthus, eins og í vösunum hér fyrir ofan, eru blóm sem standa mjög vel…
…gerberur eru líka hreint dásamlegar…
…og það er vert að spá í því, að ef þið eruð t.d. með blátt þema – þá getur verið mjög fallegt að vera með gul eða orange blóm með. Það ýkir bara bláa litinn og brýtur þetta upp. Það gerir heilmikið 🙂
…eins og sést t.d. hér…
…svo falleg blóm…
…lítil rósabúnt eru sniðug til þess að skipta upp í litla vasa…
…og svona stóran vöndan vönd er hægt að kaupa og skipta bara upp í litlar skreytingar, mjög góð lausn…
…leiðbeiningar – smella hér…
…annars mæli ég bara með að þið kíkið á þetta, því að sjón er sögu ríkari. Myndirnar eru teknar í Blómaval í Skútuvogi, en það á að vera úrval af fermingarskrauti í öllum verslunum Blómavals, og svo má skoða á netinu – sjá hér.
Annars segi ég bara góða helgi, og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt ♥
Til þess að skoða eldri pósta um fermingar – smella hér!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Hausinn á fullu að skipuleggja fermingu næsta árs…vonandi fermist drengurinn svo, annars sit ég uppi með helling af skipulagi og enga veislu 😉 Geri ráð fyrir að litaþemað verði appelsínugult nema eitthvað drastiskt breytist á árinu 😉