…elsku bestu! Takk fyrir öll hrósin og skilaboðin og bara allt.
Ég er búin að fá endalaust af fyrirspurnum þannig að ég ákvað að skella í hvað er hvaðan, í einum grænum, þannig að – af stað……ég tók saman helstu hlutina sem að við keyptum og setti svona í eina mynd, og svo sjáið þið númer og getið smellt á feitletrað og farið beint á hlekki alls staðar sem ég fann. Hlutirnir eru ekki neinni sérstakri röð, heldur bara svona eftir hentugleika…
Nr. 1 – liturinn er eins og áður sagði Kózýgrár frá Slippfélaginu, dekktur 50%. Hann er æði!
Nr.2 – við vorum með lampa sem ég fann einu sinni í Góða og á hann settum við skermi úr Ikea. Hann heitir Nymö og kemur í nokkrum stærðum og litum…
Nr. 3 – Draumafangarinn okkar var keyptur erlendis, en ég fann í Blómaval aðra sem eru næstum eins. Þeir heita þar Fjandafælur og það er nýja uppáhaldsorðið mitt, sjá hér…
Nr. 4 – vírgrindin er úr Ikea og heitir Myrheden, mjög skemmtileg til skreytinga.
Nr. 5 – ákveðið gyllt þema í gangi og við spiluðum áfram á það í gardínunum, en þessar eru frá Rúmfó og heita Abraur, þær koma síðan líka í silfri.
Nr. 6 – mér fannst mjög flott að setja dökkgrátt lak á rúmið, svona í stíl við veggina og þá koma sængurverin líka svo flott út á því. Lakið er Kronberg frá Rúmfó.
Nr. 7 – Royal Dream (smella)var á sérlegu tilboði í Rúmfó og við prufuðum að setjast og leggjast í það og því varð það fyrir valinu. Yfirdýnan er memoryfoam og það er ótrúlega mjúkt og kózý.
Nr. 8 – Maac frá Rúmfó – hærri fætur sem gera það að verkum að hægt er að setja geymslu undir rúminu. Plús að mér finnst rúmið verða svo flott með svörtum botninum og svörtum fótum.Nr. 9 – rúmteppið erum við búin að eiga lengi, en mér finnst það hrein snilld að geta snúið því við og haft það bæði grátt og sæblátt. Það er líka fyrirferðalítð, en fellur mjög fallega á rúmi – svoleiðis skiptir máli krakkar mínir 🙂 Það heitir Rosentre frá Rúmfó.
Nr. 10 – yndislegur litur á þessu, og aftur – gaman að vera með sitthvorn litinn ef maður snýr sænginni við. Caterina frá Rúmfó.
Nr. 11 – keyptum eina svona gervihangandi pottaplöntu, fæst í Ikea og heitir Fejka.
Nr. 12 – skrifborðið eru þrír mismunandi hlutar frá Ikea. Borðplatan heitir Klimpen og er 120×60 cm.
Borðplatan er svona ljósgrá og það sem okkur þótti hvað fallegast var þessi líning í kringum plötuna. Gerir hana aðeins meira spes.
Nr. 13 – Eidsa spegillinn er frá Ikea, hann er afskaplega einfaldur – en þessi skurður í honum gefur honum samt næganlegan karakter og smá svona spes.
Við settum smá spýtur á vegginn og festum spegilinn á þær. Okkur fannst fallegra að hann lægi ekki alveg flatur við vegginn heldur kæmi smá svona pláss á bakvið.
Ef hann hefði verið alveg við vegginn, þá hefðu ljósin líka staðið svo mikið lengra út en spegillinn. Nr. 14 – hægindastóllinn var draumurinn og hún varð yfir sig hrifin af Strandmoen frá Ikea. Hann er til í fleiri litum, en okkur þótti þessi nú praktískastur til lengri tíma og þar sem mikið af krökkum koma til með að hangsa í honum.Nr. 15 – dásamlegur bleikur flöffí púði frá Rúmfó – Berberis.
Nr. 16 – fæturnar á skrifborðinu voru upprunalega bráðabirgðalausn, þar sem við höfðum augastað á annari týpu sem ekki var til. En ég er samt orðin mjög sátt við þær núna og ekki viss um að eiga eftir að skipta. Lerberg búkki frá Ikea. Mér fannst mjög sniðugt að hafa bríkina sem myndar þarna T því þar er t.d. hægt að hafa skólatöskuna ofan á.
Nr. 17 og 22 – þessir kollar eru dásamlegir. Grínlaust – mig langar í þann bleika líka. Ulstrup frá Rúmfó.
Nr. 18 – dásamlegur sægrænn flöffí púði frá Rúmfó – Berberis.
Nr. 19 – stóra ljósamálið. Þessi eru úr Ikea og heita Musik. Það er til önnur týpa sem heitir Ledsjö og hún er ætluð fyrir votrými og er töluvert dýrari. Þessir kostuðu tæp 4þús og voru 2 stk keypt. EN, og hér kemur “vandamálið”. Þegar maður kveikir á þessu, með perunum sem við keyptum í Ikea. Þá kemur alveg feikilega mikil birta – eiginlega alltof mikil. Perurnar í Ikea eru ekki dimmanlegar, þannig að við þurftum að fara og kaupa dimmer (fæst í Glóey og kostar 5þús) og síðan þurfti að kaupa LED-dimmanlegar perur, en þær kosta um 1500kr í Glóey en frá 1100-1400 í Húsasmiðjunni. En þær sem við höfum fundið hafa allar verið glærar þannig að maður sér í þræðina, en við viljum hvítar. Málið er sem sé enn í vinnslu, en það er gott að hafa það í huga að það að kaupa perurnar og dimmer, er aukakostnaður upp á 20þús tæp. En flott er þetta 🙂
Nr. 20 – dásamlegir stólar frá Söstrene Greenes, þessir fengust um jólin og fékk daman þennan í jólagjöf.
Nr. 21 – Alex skúffueining frá Ikea er síðan í skrifborðinu. Ferlega flott, koksgrá og smellpassar við veggina, en enn sem komið er – þá eru skúffurnar mjög stífar og erfiðar. Ég vona að þær liðkist til með tímanum, og læt ykkur vita hvernig fer.
Nr. 23 – dásamlega mottan úr Rúmfó – Aksfrytle.
Þá er þetta að mestu upptalið.
Það sem er ekki á listanum er t.d. kommóðan, en þetta er gömul Ikea kommóða sem við áttum inni hjá syninum – einna líkust Hemnes kommóðunum.
Skúffan undir rúmið á hjólunum, líka gamalt frá Ikea – en hér eru svipaðar.Skápurinn er gamall fundur af Bland.
Geggjuðu litlu blómapottarnir eru í raun kertaglös úr Blómaval, og blómin eru þaðan líka. Eiffel-turninn stóri er keyptur í París, en þeir minni á sölusíðu SkreytumHús.
Myndirnar hvítu eru frá Rúmfó, seldar þrjár í pakka. En fallega bambamyndin er frá Gunnarsbörnum. Love var keypt erlendis.
Marmarapennastatífin eru tannburstaglös úr Rúmfó, og bleiki turninn er úr Góða hirðinum.
…ef það er eitthvað sem ég hef gleymt að minnast á – þá er ykkur velkomið að setja spurningar hér fyrir neðan…
…þangað til næst – þá sendi ég ykkur knús inn í daginn ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Þetta er dásamlegt hjá henni, örugglega erfitt að koma sér á fætur og út úr þessu fallega herbergi. Vel gert, snillingur 🙂
Yndislega flott 🙂
Dásamlega fallegt !
Er þetta minni eða stærri mottan úr Rúmfó?
Takk fyrir – þetta er sú minni <3
Þetta er æðislegt… ein spurning, hvernig festuð þið spegilinn á spýturnar?
Það eru festingar sem fylgja með speglinum og við settum bara spýturnar þannig að þær pössuðu fyrir festingarnar!
Glæsilegt herbergi. Hvað er það stórt?
13fm 🙂
yndislegt eins og allt sem kemur úr huga þér Soffia 😃 en nú er ég að fara að mála og langar svo að gera svona hvítt hálfan vegginn oglit f ofan…hvernig listar eru þetta á milli og hve langt frá gólfi hefur þú þá ☺ kærleikur Maria
Við miðuðum hæðina á listunum við gluggann, þannig að listanir gætu gengið heilir inn í gluggann.
Við fórum í Húsasmiðjuna og skoðuðum trélista. Þeir voru 220cm á lengd og kostuðu um 2660kr. En svo sáum við þessa lista, úr MDF, hvítir á lit svo ekkert þurfti að lakka og kostuðu um 1400kr. Þið megið bara geta hvað við völdum 🙂 Brill að vera laus við lakkið og allt vesen, og verðið á þetta stóra herbergi var því bara um 8400kr…
Allt um málið er hér: http://www.skreytumhus.is/?p=19668