Örlítið innlit í Rúmfó…

…þetta er eiginlega bara forsmekkur, því þegar ég kíkti á Bíldshöfðann – þá var enn verið að taka upp úr kössum 🙂
En þessir hérna kollar, mamma mía – mig langar í alla! Heita Ulstrup (smella hér)…mér fannst þetta borð æðislegt, svona marmaralook á borðplötunni og bara stílhreint og töff – sjá hérna
…þessar æðislegu hillur komnar aftur – kosta um 12þús…
…og hér er eitt af herbergjunum, sem ég á eftir að sýna ykkur – næsta vika, lofa!
…það voru rosalega margir að spyrja um þessa mynd eftir þennan póst hjá mér (sjá hér), en eins og sést þá eru þær til.  Bæði í hvítum og svörtum römmum…

…mér fannst þetta skilrúm (sjá hér) ansi spennandi.  Það er svona hillur í gegnum það sem gera það skemmtilegt til þess að stúka af rými…
…æðislegar vegghillur…
…svo er komið ansi mikið af spennandi ljósum…
…ég er td mjög hrifin af þessum hérna öllum…
…ágætlega stórar og grófar krukkur í eldhúsið.  Ekki nógu stórar fyrir heilan Cheerios-pakka samt 🙂
…þið vitið vandamálið með mig og diskana á fæti. Þessi fannst mér ferlega flottur og kostaði bara 1000kr…
…og þessi er æðislegur, og jújú, það stendur einmitt einn svona – á diski á fæti í eldhúsinu hjá mér…
…svo var páskadótið að byrja að gægjast upp úr kössum – þetta kallar á aðra ferð…
…alltaf svo dásamlega krúttlegur þessi pasteltími…
…og þá finnst mér þessi hérna smellpassa í vorfíling, er nokkuð of snemmt í hann?
…æðislegur…
…og ég get lofað að skuggarnir af þessum eiga eftir að vera truflaðir!  Tveir svona t.d hangandi saman – lof it…
…hvað var annars þitt uppáhalds?
Þarf ég ekki bara að drífa mig aftur um helgina og skoða rest!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Örlítið innlit í Rúmfó…

  1. Margrét Helga
    01.03.2018 at 15:23

    Svooo margt fallegt þarna..verst að maður hefur takmarkað pláss. Held samt að ég fjárfesti í svona kertum með jurtunum á…þau eru möst….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *