…en hann er staðsettur í Víkurhvarfi 2 í Kópavogi.
Facebooksíða ABC Nytjamarkaðs!
Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.
Hér eru nokkrar myndir sem ég smellti af í gær.
Ok, ég var frekar sjúk í þessa ljósakrónu – meira segja sé ég eftir henni enn í dag…
…dásamlega falleg, svo mjúkir litir…
…antík saumavélaborð – þau eru æði…
…ferlega krúttleg glös…
…ég held að þetta séu Broste bollar, ef minnið er ekki að bregðast mér…
…nóg af gramsi…
…sætir bollar og nóg af þeim…
…stundum sér maður eftir á eitthvað sem heillar, eins og t.d. teikningin af konunni þarna á hillunni…
…blátt er bjútifúlt…
…og þessi hérna eru æði…
…fallegir speglar með upphleyptu mynstri…
…svo falleg gömul náttborð – og hér væri t.d. æðislegt að láta sníða marmaraplötu ofan á…
…awwwww fallegt er það…
…þessi var að minna mig á systur mína, því að hún útkrotaði hverja einustu bók sem hún átti…
…þessi hérna er yndisleg…
…og ég gramsa alltaf í gömlu bókunum…
…enda elska ég þær…
…sumt er minna fallegt, haha 😉
…tveir gamlir og lúnir…
….ohhhhh nostalgían, ég átti bláa húsið og það er enn í notkun fyrir barnabarnabörnin hjá mömmu og pabba…
…hér fer ég líka ef ég er að leita að einhverju fyrir búninga, eins og t.d. Halógen (smella)…
…þessi veggmynd þarna á bakvið gæti orðið mjög falleg á réttum stað…
…og fullt af glænýjum ljósum…
…hinir klassísku tekkbakkar og einu sinni voru nú ekki haldnar fermingarveislur án þeirra…
…æðislegir ♥
…svo fallegt stell, þetta er svo fallega gróft og rustic…
♥ …lofit…
…þetta hlýtur að vera spennandi fyrir föndur og prjónakonur…
…svo fallegt píanó…
…mæli svo sannarlega með að kíkja við þarna. Það er alltaf gaman að skoða og gramsa og finna eitthvað sniðugt til þess að gefa framhaldslíf. Þar að auki ertu að styðja við frábært málefni, og það er alltaf verðugt!
Knús á þig ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Oh, langar svo í svona “Nytjamarkaðshöfuðborgardag” einhverntímann…þræða alla þessa markaði, mögulega með viðkomu á skaganum hjá Kristbjörgu í leiðinni…vantar bara einhvern grams-félagsskap….
Takk fyrir að fá að vera memm……eigðu gott kvöld……