Smá viðbót…

…seinasta sumar þá birti ég pósta um langar og mjóar hillur sem við settum upp hjá okkar.  Bæði á ganginum (smella hér) og í eldhúsi (smella hér)

…þessar hillur keypti ég mér í Tekk, og ég held að þær séu enn til þar (sjá hér)

…ég keypti mér síðan minni týpuna og setti inn í eldhús, ásamt hillu sem ég fékk mér úti á Spáni…


…en söfnunargenið er enn í blússandi gír, og enn bætist í hillu fjölskylduna, og eins og ég sýndi ykkur um daginn – núna þessar hér (smella)

…ég fékk þær sem sé í Rúmfó og er alveg súper kát með útkomuna…
…mér finnst þær koma svo flott út saman á ganginum, og þetta var einhvern vegin einmitt það sem vantaði með…
…einfalt en fallegt, ekki satt?
…liturinn á veggjunum er Draumgrár, sem er einmitt einn af SkreytumHús-litunum sem er á 50% afsl núna út febrúar hjá Slippfélaginu (sjá hér)
…þetta er alveg að ganga upp að mínu mati 🙂
…og þá er komin helgi og ég segi bara njótið þess að eiga góða helgi, og hafið það huggó ❤
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

8 comments for “Smá viðbót…

  1. Jóna
    16.02.2018 at 18:52

    Meiri háttar flott.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2018 at 22:28

      Takk 💕

  2. Margrét Helga
    16.02.2018 at 22:46

    Gordjöss 😀

  3. Elísabet
    17.06.2018 at 12:07

    Svo flott og fallegt 💕 Takk fyrir hugmyndirnar 😊

  4. Ragnhildur
    20.06.2018 at 10:42

    Svo flott.Takk.

  5. Erna
    10.01.2019 at 04:23

    💖 æði

  6. Anonymous
    03.08.2019 at 12:03

    Einfalt en svo dásamlega fallegt <3

  7. Elsa Kristin
    03.08.2019 at 12:04

    Einfalt en svo dásamlega fallegt <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *