Ljósið í skuggunum…

…ég er búin að vera að kvarta við eiginmanninn undanfarna mánuði yfir þessu ljósleysi sem almennt er á landinu okkar yfir vetrarmánuðina.  Ekki af því að það fari eitthvað sérstaklega illa í mig, nei nei – meira svona því mér finnst fallegri myndirnar sem ég er að taka þegar dagsbirtu nýtur við.  En svo fór ég að skoða sumar myndirnar og sá það sem ég vissi svo sem, það má alltaf finna kosti við allt.  Fallegir skuggar og dulúðleg birta þegar sólin skín loks – þá er bara að njóta þess!
…þessar myndir eru t.d frá jólum, þegar örfáir sólargeislar náðu inn í stofu…
…en oft þurfti bara að notast við ljós til þess að búa til birtu, og birtunni fylgja alltaf skuggar…
…ein einmanna sería fær enn að kúra inni í skáp…
…og lýsa upp gersemar og aðra hversdagslega hluti…
…mér fannst þessi mynd frekar fyndin, hver sér leynigestinn?
…en þó að birtan verði meiri – þá verður bara allt fallegra með kertaljósum…
…en með bjartari tíð, þarf að þurrka meira af og allt það 😉 en hey, þú færð ekki allt sko…
…Molinn elskar sólina…
…og sólin elskar allt…
…þessi póstur var víst ekki um neitt – en ég sendi ykkur knús inn í daginn ykkar!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Ljósið í skuggunum…

  1. Margrét Helga
    06.03.2018 at 12:17

    Notalegur póstur og auðvitað gordjöss myndir eins og venjulega…er orðin pínu forvitin hver leynigesturinn var á myndinni….sá ekki neitt 😉

  2. Birgitta Guðjons
    06.03.2018 at 18:28

    Alltaf jafn fallegar myndirnar þínar…lyfta huganum og kalla á stundum fram hugmyndir hjá mér…takk fyrir að deila, njóttu kvöldsins….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *