12 ára afmælið…

…á sunnudaginn héldum við afmælisveislu í fárveðri.  Það var bara ósköp indælt.  Enda viðraði bara vel innan dyra……ég verandi annálaður letikokkur/bakari, fékk kökuna að vanda hjá 17sortum, enda geri ég allt sem ég get til þess að þurfa ekki að baka frá grunni…
…síðan nota ég glerkrukkurnar, sem ég á víst meira af en leyfilegt er…
…sem og auðvitað kökudiskum á fæti – þetta er vandamál 🙂
…þó að veðrið úti hafi verið kalt og vetrarlegt, þá var næstum bara sumar á borðinu okkar…
…enda segi ég alltaf að það er fátt skemmtilegra en að skreyta fyrir barnaafmæli sko…
…og í raun seinasti séns, því að næst á ég víst táning og þá þarf maður að hætta að krútta yfir sig – tjaaa nema hún verði eins og mamma sín og vilji bara vera svona eilífðar krúttköggull…
…hálfgerð pastelparadís…
…og daman valdi sér sjálf servéttur…
…sem að fyrir tilviljun voru alveg í stíl við kökuna, ég sver það sko!  Ég fékk alveg kast þegar ég sá mynd af kökunni og var með servéttupakkann fyrir framan mig…
…talandi um að vera óvart í stíl…
…og hafið þið séð krúttlegri mini bollakökur? Nei, ég hélt ekki sko…
…ég útbjó líka litla blómaskreytingu á eyjuna, og ætla að setja inn sér póst með því…
…ofsalega einfalt en mjög fallegt – V er einmitt stafurinn hennar…
…og eins set ég inn póst með veitingunum, er búin að fá ansi margar fyrirspurnir um þær…
…sjá þessi tvö sko…
…og jú, það er víst að barnið er orðin hálffullorðin…
…bestu vinir…
…mér finnst þau svo krúttleg saman…
…svo verð ég bara að minnast á hversu heitt ég elska túlípanana (þessir fengust í Blómaval).   Ég meina sjáið bara bleika litinn…
…eins setti ég litla fugla og fiðrildi í ljósakrónuna…
…en svona er þetta – ég er ansi hreint rík…
…og eru ekki einhverjir spenntir fyrir hvað er hvaðan-pósti?Annars langar mig bara að senda þakklæti enn og aftur, það að heyra frá ykkur, hvort sem það er hér eða á snappinu er það sem heldur mér gangandi í að skrifa/snappa og mynda.  Þetta væri ekki skemmtilegt nema fyrir mannlega þáttinn, fyrir að finna fyrir hversu kátar þið eruð með það sem ég er að gera og heyra hversu margar ykkar eruð að nýta ykkur ráðleggingar eða hugmyndir sem ég hef sent frá mér.  Þannig að enn og aftur, frá dýpstu hjartarótum, takk ♥ P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

9 comments for “12 ára afmælið…

  1. Anna
    15.02.2018 at 09:23

    Oooooo, dásamlega fallegt og ég sen er að fara að halda dömu afmæli (11.ára) eftir rúma viku, langar að vita hvar þú keyptir servétturnar og fleira 💕

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2018 at 22:16

      Takktakk, sérvétturnar eru úr Krónunni! 💕

  2. Eydís
    15.02.2018 at 12:55

    Virkilega fallegt hjá þér eins og alltaf. Og til hamingju með næstum táninginn 😉 Ég hef sko oft nýtt mér ýmis ráð og hugmyndir sem þú hefur komið með og bloggið þitt án efa eitt það sem er í mestu uppáhaldi ❤️

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2018 at 22:17

      Awwwwww – en yndislegt að heyra, takk fyrir það 💕 💕

  3. Margrét Helga
    16.02.2018 at 11:27

    Gordjöss afmæli eins og alltaf hjá þér og æðislegar skreytingar 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2018 at 22:17

      Takk elskulegust 💕

  4. Tinna
    17.02.2018 at 14:49

    Mjög flott 🙂 Eru bláu kertin úr rúmfó ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.02.2018 at 16:31

      Þessi eru úr Krónunni 🙂

      • Tinna
        17.02.2018 at 18:05

        Takk 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *