…jæja, mössum þetta!
Allsherjar yfirferð um strákaherbergið og hvað er hvaðan, allt í sama póstinum. Jeminn, þetta er bara tvöfaldur borgari með frönskum og mjólkurhristing.
Byrjum á byrjuninni, eins og ég sagði ykkur í seinasta pósti (sjá hér) þá er herbergið málað í Gauragráum í Bett10, og rendurnar eru málaðar með Kózýgráum í mattri málningu – frá Slippfélaginu…
…ég talaði um herbergið og yfirvofandi breytingar inni á Snapchat (soffiadoggg) – og deildi innblásturmynd/moodboard. Síðan breytist alltaf eitthvað þegar farið er af stað, en engu síður þá er þetta nokkuð nærri lagi. Athugið að ef að texti er feitletraður, þá er oftast nær hlekkur á bakvið hann og hægt að smella á og skoða hlutinn á netinu…
…rúmið er Hemnes frá Ikea, og það var í raun valið af nokkrum ástæðum.
*Ég er ofsalega hlynnt því að vera með fallegan rúmgafl, það er fátt sem setur jafn mikinn svip á herbergi.
*Rúmið er með fótagafl líka og hliðarspýtum, þetta eru hlutir sem gera rúmið mun snyrtilegra en að vera bara með dýnu á fótum sem sést alltaf í lakið á.
*Það er svarbrúnt á lit og því í stíl við skrifborðið sem við völdum.
…ungi maðurinn er með tvenna kodda og þetta er í raun í fyrsta sinn sem hann notar sæng. Því keypti ég tvenn mismunandi sængurver sem er þó hægt að nota saman. Hér blöndum við t.d. Star Wars koddaverinu með stjörnusængurverinu.
Star Wars-sængurver í Rúmfó
Lovis sængurver í Rúmfó
…rúmteppið er gamalt og keypt í Köben en köflótta teppið er úr Rúmfó. Undir rúminu eru við með Skubb-kassa frá Ikea sem að geyma alls konar leikföng…
…skrifborðið er Micke frá Ikea. En hins vegar þótti okkar það frekar svona einsleitt, og ákváðum að skipta um borðplötu. Það gerir svo mikla hlýju og meiri kózýheit að mínu mati…
…eins og þið sjáið bara hérna! Ef þetta hefði verið allt svart, líka borðplatan, þá hefði þurft að gera alls konar breytingar í öðrum hlutum. Ég hefði t.d. aldrei haft svona mikið af svörtum fylgihlutum með…
…korktaflan er frá Rúmfó og var bara máluð. Einföld leið til þess að vera með flöt í herbergi sem getur tekið stöðugum breytingum. Alltaf hægt að setja eitthvað nýtt þarna á…
…klemmurnar eru líka frá Rúmfó og eru bara hendar á teiknibólur…
Stjarnan var keypt í USA fyrir ca 2 árum… En svarta vírahillan er frá Rúmfó og heitir Frejlev, mér finnst hún ferlega flott og skemmtilegt að losna við dótið af borðinu.
Annars væri alltaf verið að forfæra allt þarna ofan á…
…þið sjáið hérna hvað platan er falleg, en þetta er Ekbacken-eikarborðplata frá Ikea sem við söguðum til…
…og ég fékk líka endalaust af skilaboðum um lampann en þetta er hann Patrik frá Rúmfó líka…
…svo er það veggurinn fyrir ofan rúmið…
…ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef svarað spurningum um kortið – en það fékkst t.d í Hagkaup í Garðabæ, og eflaust á fleiri stöðum. Ef ég finn það aftur, þá set ég það inn…
…snagarnir þar við hliðina eru úr Rúmfó, en ég fann þá því miður ekki á netinu hjá þeim. Kosta um 395kr stk…
…og draumafangarann keyptum við líka í USA fyrir tveimur árum…
…sömu sögu er því miður að segja um G-ið en það var keypt í USA. Minnir í Michaels en gæti líka hafa verið í Target…
…svo er það hillu einingin sem við notuðum til þess að geyma allt dótið – þetta er Ivar-hillan frá Ikea og eru þessar dæmigerðu “geymslu/búrhillur”.
…ég málaði hillurnar í sama lit og veggina (gauragráar), til þess að þær myndu falla sem mest inn í…
…það er mikið af sniðugum fylgihlutum með Ivar-i, eins og t.d. karfan sem þið sjáið hérna undir hillunni…
…og svo eru snagar sem er mjög gott fyrir alls konar svona smotterí, hvort sem það eru töskur eða annað…
…annars er bara hitt og þetta sem ungir menn eiga og geyma þarna…
…hvort sem það eru hjálmar eða ljós…
…grindurnar eru snilld fyrir bækur, auðvelt að kippa þeim niður ef þarf…
…og við sleppum hillum þar sem kistan er – því að þarna er komið pláss fyrir kastalann og alls konar stærri leikföng ofan í kistlinum…
…bangsapoki – New Star fæst í Rúmfó…
…skápurinn er snilld. Hann er ofsalega fallegur, hlýr eikartónn – svolítið rustic og heilmikið af plássi. Hann heitir Manderup frá Rúmfó…
…í honum eru fötin og líka leikföng og bækur. Þetta á eftir að vaxa vel með honum held ég…
…stóri pokinn með böngsum og öðrum “nauðsynjum” hefur verið lengi í barnaherberginu, en þetta er Stars-poki úr Rúmfó.
Gardínurnar eru líka mikið uppáhalds, rendur í hvítu og gráum tónum – Harstena frá Rúmfó
…og ég hef líka svarað ansi hreint mörgum spurningum um mottuna, svo mörgum að ég held að hún sé reyndar uppseld, en þetta er Vilin frá Rúmfó
…og svo að allt fengi sinn stað – þá keyptum við líka upphengi fyrir gítara upprennandi tónlistarmannsins, veggfesting úr Hljóðfærahúsinu…
…veit ekki með ykkur – en Moli er orðinn dauðþreyttur eftir þennan póst!Samantekt:
Rúm – Hemnes frá Ikea
Rúmföt – Star Wars-sængurver í Rúmfó
Lovis sængurver í Rúmfó
Geymslukassar undir rúmi – Skubb frá Ikea
Skrifborð – Micke frá Ikea.
Borðplata – Ekbacken-eikarborðplata frá Ikea
Korktafla – korktaflan er frá Rúmfó
Víravegghilla – Frejlev frá Rúmfó
Borðlampi – Patrik frá Rúmfó
Heimskort – Hagkaup í Garðabæ
Stjörnusnagar – Rúmfó
Hilla – Ivar frá Ikea
Bangsapoki minni – New Star frá Rúmfó
Skápur – Manderup frá Rúmfó
Stór bangsapoki – Stars poki frá Rúmfó
Gardínur – Harstena frá Rúmfó
Gólfmotta 133×195 – Vilin frá RúmfóÞá held ég að flest sé upptalið – ég geri eflaust sérpóst þar sem ég fer í hvernig ég málaði hillurnar og það skipulag, og eins með skrifborðsbreytingarnar. En þar til, þá vona ég að flestum spurningum sé svarað og þið baunið bara á mig ef eitthvað er óljóst!
Njótið dagsins ❤️
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Allt svo flott 🙂 Vildi að ég hefði örðu af þinni framkvæmdagleði og ekki síður fegurðarskyninu!
Takk elsku besta 💕
Vel heppnað, ég kem til með að nýta mér hluta af þessu í mínum strákaherbergisframkvæmdum 🙂
Snilld 💕
Mjög vel heppnuð breyting hjá þér. Mér er með einn á sama aldri og nota fataskápinn hans fyrir leikföng lika líkt og þú gerir með bækur og fleir. Mjög snyrtilegt og þægilegt… Og litavalið, mjög smart og ekta PB fílingur í þessu sem er ekki verra 🙂
Mjög vel heppnuð breyting hjá þér. Ég er með einn á sama aldri og nota fataskápinn hans fyrir leikföng lika líkt og þú gerir með bækur og fleir. Mjög snyrtilegt og þægilegt… Og litavalið, mjög smart og ekta PB fílingur í þessu sem er ekki verra 🙂
Takk fyrir kærlega, PB-fílingur – ekki amalegt hrós það! 💕
Super cool BIG BOY room! Love all the special touches Sophia! Lucky boy…now come and re-do our sons bedroom ok????
Awwwww thanks Christine, you are always so sweet 💕 Im on my way! 😉
Ótrúlega fallegt og smekklegt hjá þér Soffía og samt með þarfir sonarins að leiðarljósi. Strákurinn heppinn með svona flott herbergi!
Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þér 🙂