…um daginn setti ég inn skoðannakönnun á SkreytumHús-hópinn og bað fólk um að velja sýna eftirlætis SH-liti.
Eftir frábæra þáttöku þá urðu fyrir valinu: Kózýgrár, Draumagrár og Gammelbleikur.
Þessi póstur er unninn í samvinnu við Slippfélagið!
Ég er alveg ferlega fegin að ég þurfti ekki að velja á milli litanna minna hjá Slippfélaginu, því að það er svolítið eins og að velja á milli barnanna sinna – maður gerir bara ekki svoleiðis! En núna njótið þið góðs af, og allan febrúar verða þessir þrír litir á 50% afslætti hjá Slippfélaginu. Auk þess, eins og venjulega, þá fáið þið tvær fríar prufur af SkreytumHús-litunum, og svo bara afslátt af vörum sem til eru hjá Slippfélaginu – smella hér til þess að skoða alla litina mína.
Kózýgrár – nafnið segir allt sem segja þarf. Þegar þú setur þennan á veggi þá er það eins og að vera í kózý hreiðri, hann tekur utan um þig <3
Draumgrár – þessi varð til þegar að ég var að leita að hinum fullkomna lit á alrýmið hjá okkur. Það er mjög stórt, eldhús, stofa, borðstofa og gangur – og því skipti öllu máli að liturinn væri hlýr, ekki of dómínerandi en samt þannig að hann gengi með öllu. Þessi gerir það, hann er draumur, draumagrár! 👼
Gammelbleikur – þessi er yndislegur. Hann er mildur og fallegur, hann er eiginlega bara svo gazalega lekker, svona eins og amma hefði sagt. Hann verður rómantískur með hvítu, og kúl með svörtu – bara getur varla klikkað.
Nú langar mann að mála allan heiminn…ætli strákarnir mínir myndu nokkuð setja sig upp á móti því að hafa gammelbleik herbergi?? 😉 En þessir gráu litir eru geggjaðir….og bleiki….