……nú er að koma að fermingum og eins og ávalt, þá þykir það klassísk og góð gjöf að nota tækifærið og uppfæra herbergi fermingarbarnanna.
Mér datt því í hug að gera nokkra pósta sem gefa tillögur að herbergjum með vörum frá Rúmfó, sem gætu gefið ykkur vonandi góðar hugmyndir. Þetta rými sem þið sjáið hér á myndunum, er uppsett í Rúmfatalagerinum á Smáratorgi…
Hér er herbergi #2
…hér er svona hin klassíska fyrir og eftir…
…og hér sést Moodboard fyrir rýmið…
…og svo þeir hlutir sem ég fann á vefversluninni, en það voru ekki allir smáhlutir eða bakkaborðið þar inni…
1. Majled skemill/púði
2. Aamund karfa
3. Lone snyrtiborð
4. Woodside skilrúm
5. Berberis púði rose
6. Vilhelm veggpottur
7.Kongsspir rose púði
8. Malling kollur
9. Berberis púði grænn
10. Krekling motta 65×140
11. Silkeborg fatastandur eik
12. Kongsspir ábreiða rose
13. Dicte sængurver
…mér finnst hugmynd að nota svona skilrúm sem höfðagafl á rúmi mjög skemmtileg, væri þess vegna hægt að veggfesta það…
…og eins og ég hef nú sagt til margra ára, þá þarf oft ekki einu sinni rúmteppi ef að sængurverið er fallegt. Þá er bara hægt að notast við fallegt teppi með…
…og náttborð þurfa ekki að vera eiginleg náttborð, svona bakkar, kollar, hillur og bara ýmislegt sem getur komið í staðin…
…rýmið þarna er málað í Kózýgráum, en það er SkreytumHús-litur frá Slippfélaginu…
…mér finnst þessi skemill líka snilld – auka sæti ef þarf, en líka bara svo skemmtilegur til þess að setja svip á rýmið… …Lone snyrtiborðið er líka mjög fallegt og tekur lítið pláss, sem er plús…
…og að hafa mottu fyrir táslurnar á morgnana, það er alltaf plús…
…og eins og áður sagði, þá er þetta pláss á Smáratorginu – ef þið viljið fara og skoða…
…ég elska svona rúmföt sem er hægt að snúa við, og fá þá allt annað útlit!
…körfur/pokar eru líka snilld fyrir óhreint tau, auka púða/teppi, eða bara töskur og annað slíkt sem til fellur…
Til að skoða herbergi #1 þá er hægt að smella hér!
Vona að þið eigið yndislegan dag ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Mjög flott 🙂 Örugglega margar ungar dömur sem myndu verða ánægðar með svona herbergi 🙂
Æðislegt