…þar sem innlitspóstarnir eru alltaf jafn vinsælir hjá ykkur – þá er málið að skella sér í Rúmfó.
Ég var stödd í Skeifunni og smellti af nokkrum myndum.
Sjáið bara hver er kominn aftur! Þessi tveggja hæða er alltaf jafn flottur, og ég á gömlu útgáfuna (sjá hér)……og þessi lína hérna er æðisleg, ódýr og flott…
…og þessir bakkar, bara uppá rönd eru æðislegir…
…mér finnst þessi hérna glasahaldari frekar skemmtilegur, gaman að nota svona fyrir þá sem eru með opnar hillur í eldhúsi…
…nóg af fallegum mottum. Þessi þarna efsta vinstra megin, hún er svoldið eins og sú sem er í stofunni hjá okkur…
…og fleiri…
…þessi er æðisleg, rosagold á lit…
…og eins þessar hérna, bæði gráa og ljósmyntugræna…
…þessi er mjög stór, og mjög töff – big like…
…og eins þessi hérna, mjög falleg…
…þessi blóm og gervi eucalyptusinn eru æðisleg, er sjálf með svona í vasa í eldhúsglugganum og þetta er í miklu uppáhaldi – þau eru mjög raunveruleg…
…þessar hérna eru líka æðislegar – ofsalega fallegir litirnir inni í þeim…
…ég sýndi ykkur þessar um daginn – þær eru æði!
…og þessir eru líka ótrúlega skemmtilegir í krakka- og unglingaherbergin, sérstaklega í svona grúbbu með myndum…
…þessi eru æði – veit ekki af hverju þau minna mig á blómið í ET 🙂
…glerkúplablætið – ætli það sé hægt að fá eitthvað við þessu?
…geggjaðir tréplattar…
…þið vitið hvað ég elska kort. Þetta er dúkur!! Í metravís, þessi er geggjaður…
…ég er með nokkrar pælingar í gangi um hvað ég geti gert við þetta, eitthvað spennandi DIY…
…þessir eru æðislegir, svo mikil krútt! Hr Panda er sérlega dásamlegur…
…og þessi hérna hliðarborð, kosta um 1990kr og eru æði!
…síðan stökk ég aðeins inn í Bíldshöfðann…
…og mér finnst þessar hérna ótrúlega spennandi – svona hangandi hillur…
…það voru líka tveir rúmgaflar á alveg grínverði…
…það er sko alltaf gaman að fara hringinn í Rúmfó – alltaf eitthvað nýtt og spennandi að koma inn.
Annars langar mig líka að benda ykkur á snappið, en við ætlum að reyna að byrja á breytingum í strákaherberginu þar í dag : soffiadoggg.
Vona að þið eigið yndislega helgi ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Er Skeifan að koma svolítið sterk inn núna? Fór í Bíldshöfðann um helgina að leita mér að gardínuköppum í eldhúsið og fannst svo lítið úrval. Fór reyndar ekki í aðrar RL búðir. En mjög margt fallegt þarna eins og venjulega…..
Sammála, var í sömu erindargjörðum og það var ansi lítið af gardýnum þar. spurning með smáratorg eða skeifu. Fann heldur ekkert á selfossi.