…nú er að koma að fermingum og eins og ávalt, þá þykir það klassísk og góð gjöf að nota tækifærið og uppfæra herbergi fermingarbarnanna.
Mér datt því í hug að gera nokkra pósta sem gefa tillögur að herbergjum, sem gætu gefið ykkur vonandi góðar hugmyndir.
Hér er herbergi #1
Þetta er herbergi sem gengur að sjálfsögðu bæði fyrir dreng og stúlku.
Veggirnir eru hugsaðir í kózýgráum frá Slippfélaginu, sem er einn af SkreytumHús-litunum mínum. Þið vitið það eflaust flest að þið fáið afslátt af málningu þar í gegnum síðuna mína, og líka fríar litaprufur af SkreytumHús-litunum. Fyrir gluggann er ég síðan með gráar gardínur í dekkri tón, sem loka vel á birtu, þannig að unglingurinn góði getur fengið sinn svefn – sem er auðvitað alveg möst, þeir leggjast nánast í hýði sumir hverjir á þessum aldri.
Skrifborðið og hillan er síðan svona opið og létt, og alveg ferlega flott. Það er líka hægt að fá lítið hliðar/tölvuborð í stíl, þannig að það væri snilldar náttborð með.
Við enda rúms er alltaf snilld að vera með bekk, ef pláss leyfir – og annars er líka hægt að koma bekk fyrir sem náttborði t.d.
Sængurverið er æðislegt, hægt að snúa því á tvenna vegu sem er snilld, og sama má segja um rúmteppið, en það er hægt að hafa það bæði grátt og svar.
Púðarnir og myndin á veggnum gefa síðan liti inn í rýmið, og auðvitað eru það allir litlu smáhlutirnir sem gera allt heimilislegt.
Þvottakörfurnar eru síðan bæði praktískar, og líka fallegar. Virka fyrir þvottinn, og líka bara fyrir bolta, töskur, púða eða bara hvað sem þarf að geyma.
Ég setti síðan hlutina upp án þess að “raða” þeim saman, þannig að þið sjáið hvað hver hlutur heitir og getið smellt á hann til þess að sjá verð og allar upplýsingar. Ég bætti við skilrúmi, nr 5, sem gæti líka komið flott út þar sem pláss leyfir. Það væri meira segja hægt að veggfesta það eins og rúmgafl.
1. Kalvehave stóll
2. Bakkefiol rúmteppi
3. Edmund ljósastafur
4. Ravnkilde skrifborð
5. Skagen skilrúm
6. Amadahl kaktus
7. Dicte sængurver
8. Bonderose púði
9. Virum bekkur
10. Bleikvier púði
11. Ravnkilde hilla
12. Enar taukarfa
13. New York mynd
14. Torkild hús
15. Amungen myrkvunargardína
16. Herluf borðlampi
Snilld 🙂 Takk fyrir þetta!