…ég hef sagt það áður og segi það enn. Eins heitt og innilega sem ég elska að taka upp jólaskraut og gluða því upp um alla veggi – þá ELSKA ég að taka það niður. Sko, það er bara sanngjarnt að elska bæði. Reyndar, eins og sést á myndinni, þá eru enn smá svona leifar eftir. Grenilegja og ljós í glugganum, hvítar stjörnur – en megnið er á bak og burt……og eftir stendur svona hreinleikatilfinning. Autt blað og tilbúið til þess að skreyta aðeins og leika sér með þetta allt saman…
…kerti úr aðventukrönsum fá framhaldslíf í stjökum. Allt eitthvað svo hreint…
…þetta er þessi eftirjólaró – það er sennilegast nýyrði, en virkar vel…
…klukkan okkar lenti í smá Molatjóni, en þrjóturinn hljóp hana niður þegar ég var að skreyta hana, og þarf því að fara í smá yfirhalningu. En eins og með myndir, þá er ekkert ljótt bara að stilla henni svona upp við vegg…
…og ég græddi meira segja Nordstjerne-vasann í jólagjöf og það sem mér finnst hann nú fallegur……þar sem að ljósaseríur virðast bara lifa í nokkrar vikur – þá leyfi ég þeim yfirleitt bara að klára sig hér og þar í eftirjólarónni…
…og jú – eins og sést líka þarna hægra megin – örlítið greini fær bara að vera með áfram. Engin ástæða til þess að halda því bara í desember – þetta fær að rúlla áfram fram að vori…
…í eldhúsi fá hins vegar gervilime og sítrónur að gefa ferskan fíling og liti…
…sko, þetta er svona fersk-vetrar-blanda…
…svo bara til þess að sýna ykkur hvað það eru nú smáatriðin sem að gera gæfumuninn, þá er hér fyrir…
…og svo eftir! Hér eru það gervieplin og gerviblómið frá Byko í svörtu hillunni sem er alveg að gefa líf. Gervi gefur líf – það er nú eitthvað 🙂 …
…það er bara gaman að leika sér að þessu. Halda einhverju eftir, eins og hér greni og könglum, en annars er þetta bara spurning um að prufa sig áfram, að leika sér og umfram allt að hafa gaman að þessu…
…og auðvitað kózý, það verður að vera kózý!
Eigið yndislega helgi ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
So many great ideas and inspiration. Love your home and thank you for a great blog. 😊 🌹 🌹
Ó só kósý 🙂