…held ég, eða svona næstum því sko! Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei orðið jafn lasin af flensu, og er ekki útséð enn um endanlega bata. Því kemur hér léttur póstur, með nokkrum millibilsástands myndum, af jólum en samt ekki jólum. Restarnar, leifarnar, eða bara röfl konu á sjúkrarúmi.
Ég held að ég hafi ekki verið búin að birta myndir af borðinu okkar frá því á aðfangadag… Fyrir alla sem hafa áhyggjur, þá sjáið þið þarna yfir á eyjuna við hlið borðsins þar sem nægar veitingar fyrir heilan her komast fyrir…
…og að vanda eru allir englar sem sitja til borðs hjá oss…
…og mér finnst alltaf jafn hátíðlegt að nota gömlu jólaveggplattana. Plús það verður ekkert gamalt að heyra hana mömmu hissa sig á þessu, ár eftir ár – “ég var nú bara með þessa uppi á vegg heima á Móaflöt!”…
…í herbergi sonarins voru smá jól líka – auðvitað…
…tréð sem hann skreytti sjálfur…
…og bara eitt og annað sem honum finnst skemmtilegt…
…en annars er ekkert sem jafnast á við þessi tvö, ekki neitt í öllum heiminum ♥
…með eftirlætisMolanum sínum, sem já – er í lopapeysu…
…og jólatréð blessað, fékk sko að standa heila viku umfram “leyfilegan” tíma húsmóður…
…hlaðið gersemum frá liðinni tíð…
…og einhverju nýlegu…
…allt í bland…
…blúndukúlur…
…það var nú samt ósköp fallegt…
…og ég veit ekki hvort að þið takið eftir því, að hér er búið að afjóla stofuna fyrir utan tréð…
…allt farið að skekkjast, meira segja karfan undir 😉
…og næst, þá ætla ég að sýna ykkur nokkrar hluti sem fá að vera uppi áfram, þrátt fyrir að vera kannski jóla svona í byrjun!
Vona að þið hafið það sem best, og takk fyrir þolinmæðina ♥P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Æ, hvað það er nú gott að “skjá” þig aftur mín kæra 🙂 Það að þú sért að blogga vona ég að sé til marks um batnandi heilsu en ekki eitthvað samviskubit yfir því að þú sért ekki að sinna okkur. Ég vil að minnsta kosti miklu frekar bíða aðeins lengur heldur en að þú sért að hætta eitthvað á að þér slái niður 😉
Annars er þetta allt æðislega fallegt hjá þér eins og alltaf, held að börnin þín séu best heppnaða DIY sem þú hefur nokkurn tímann gert 😛
Og svo ég hljómi nú eins og biluð plata: Farðu vel með þig mín kæra! :*
Láttu þér batna, sem fyrst.
Þín var sárt saknað…það skaltu sko vita.
Tómlegir dagar án þín .
Góðann bata ! Og farðu vel með þig.
Gleðilegt ár og takk fyrir mig árið 2017. Þú ert ,,alveg uppáhalds ,,!