…óséð á snappinu í gær, var stutt heimsókn í Rúmfó á Bíldshöfða.
En ég var alveg hreint á þeytingi staðanna á milli. En það var komið alveg ótrúlega mikið af skemmtilegum veggmyndum, og flottir rammar, á alveg ferlega flottu verði…
…þessi hérna fannst mér líka mjög svo flott…
…flottar pullur…
…þessar hér hillur eru æði! Svipaðar þeim ég er með heima fyrir, en töff stærðin á þessum…
…litlir vasar með gull og silfur loki. Þessir verða æðislegir t.d. fyrir sumarblómin næsta sumar…
…æðislega töff, grófar tré skálar/plattar…
…falleg gerviblóm…
…og þessi hérna eru æði…
…æðislegar hillur – margar gerðir…
…og nóg af speglum…
…þessi er æði í eldhúsið – ég var alveg á mörkunum að fá mér svona og bara hreinlega mála hann svartann…
…þessi er fullkomin fyrir prjónadótið…
…æðislegir glærir kaffibollar, tvöfaldir…
…ég varð að fá mér svona GARD-hillur heim, en á reyndar eftir að hengja þær upp…
…en ég fann síðan þessa hérna kertastjaka – sem heita ERLIS, sem kostuðu 499kr stk…
…ég prufaði sem sé bara að hengja þá upp á naglana þar sem Winblatt diskarnir mínir hanga venjulega…
…þið vitið þessir hérna…
…eins fannst mér þessi skál æði….
…t.d. alveg snilld fyrir banana og annað slíkt…
…síðan prufaði ég líka veggstjakana á veggnum inni í eldhúsi…
…þið sjáið betur litinn hérna, en þetta var tekið í myrkrinu í gærkveldi…
….en kertastjakarnir eru silfraðir og svona hamraðir að sjá…
…og það brotnar mjög skemmtilega á þeim ljósið af kertunum…
… svo langaði mig að sýna ykkur Roma glerkúpulinn sem ég fékk mér um jólin, en ég setti hann ofan á svartan disk á fæti sem ég átti fyrir, og mér finnst hann æðislegur svona ♥
…hvað er uppáhaldið þitt?
Ég er alveg ferlega skotin í glerkúpulinum, eftir að hann komst á háan hæl 😉 og svo finnst mér veggstjakarnir æði!
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Góðan daginn og gleðilegt ár. Ég lét það eftir mér að kaupa Roma glerkúpulinn korteri í jól og sé ekki eftir því. Ég tók svörtu grindina til hliðar og setti þrjú mishá ledkerti frá IKEA í staðinn. Það kemur svo dásamlega falleg og mjúk birta í gengum glerið að ég ætla halda þessu óbreyttu fram yfir þorrann.
Takk fyrir frábæran pistil….nú þarf að skipta út jóla,jóla…..þá er gott að fá nýja sýn og hugmyndir frá þér….eigðu góða helgi….
Glæsilegt hjá þér og þessir hringlaga kertastjakana eru æði, fór og fékk mér og “ elska” þá!!
Vá hvað það er margt flott komið! Dauðlangar í þessa sprittkertastjaka…finnst þeir geggjaðir!
vá hvað ég vildi að það væri þetta allt á akureyri 🙂
en mest langar mig í blómavasann frumlega og hilluna sem er með misdjuparhillur 🙂