…til að byrja þennan póst, þá langar mig að þakka ykkur fyrir allar yndislegu kveðjurnar og skilaboðin við póstinum í fyrradag ♥
Svona fram að þrettándanum ætla ég að deila með ykkur nokkrum myndum/póstum með jólarestunum. Það er mikilvægt að klára afgangana eins og þið vitið 😉
…ég skreyti nú afar lítið í hjónaherberginu, en þess í stað þá fékk ég mér ný rúmföt – sem er nú alltaf svolítið hátíðlegt…
…við erum mikið koddafólk, þannig að við erum í það minnsta með tvo kodda hvort…
…ég notaði His og Hers-koddaverin í nýju Rúmfó-íbúðinni á Bíldshöfða og var búið að langa í þau síðan. En þið voruð svo duglegar að þið keyptuð þau öll upp og ég fékk ekki neitt. Svo loks fann ég þau í Rúmfó á Granda…
…rúmfötin voru síðan líka frá Rúmfó og þau fást bæði x-löng og venjuleg, og eru alveg sérlega mjúk og falleg.
Fyrir ykkur sem hafið áhuga þá heita þau Ines og þið getið smellt hér og skoðað…
…það hafa ekki orðið miklar breytingar þarna inni að öðru leyti…
…ég fékk um daginn fyrirspurn á snappinu um hvers vegna í ósköpunum ég væri með skírnarkjól á snagabrettinu, og svarið er einfaldlega að mér finnst hann svo fallegur. Þessi er 55 ára og hafa flestir fjölskyldumeðlimir verið skírðir í honum. Seinast sonurinn. Daman var reyndar skírð í kjólnum hennar föðurömmu sinnar, enda fékk hún nafnið hennar…
…nú og ef ykkur finnst ég vera svaka jóló með kransinn þarna inni, þá er þetta barasta sá sem er venjulega frammi í forstofu, en var í útlegð í svefnherberginu þar sem annar meira jóló fékk stæðið í forstofunni…
…og jú, reyndar er þarna smá gervigreni og tveir sætir jólasokkar, hvítir að sjálfsögðu. Þið sem eruð síðan að velta því fyrir ykkur – þá er þetta hinn klassíski SkreytumHús-litur á höfðagaflsveggnum frá Slippfélaginu, hann er stundum mjög grár – stundum brúnni – en alltaf hlýr og fallegur – sjá hér...
…svona var það þá – smá jól í hjónaherberginu.
Skreytið þið í öllum herbergjum?
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Svo flott og kósý svefnherbergi 🙂 Og er sammála því að maður á alltaf að klára afgangana….algjört most 😉
Ef það kallast að skreyta að setja jólarauð sængurver á rúmið sem stendur á Gleðileg jól, þá skreyti ég í öllum herbergjum 😉 Bara gaman að því að hafa eitthvað smotterí alls staðar..þarf ekki að vera mikið…
Börnin farin í skólann, þá er smá innlit á síðuna þína svo upplífgandi með morgunmatnum 😉
Notalegt og kósý svefnherbergi.
En nei ég skreyti ekki í hjónaherberginu, eða sko ég ætlaði ekki að gera það en svo lenti einn lítill jólahestur upp í hendurnar á mér þegar ég var búin að skreyta og hann teymdi mig inn í herbergi og fékk að vera þar þessi jólin 😀
Já ég skreyti alls staðar og líka á baðherberginu. Ég skreyti reyndar allaf mikið inni og út fyrir jólin og finnst það æðislegt 🙂