Áramótaborð…

…því að það er víst komið að lokum ársins!
Enn eitt árið liðið, ótrúlegt!
Aftur er ég að vinna með áramótavörur, servéttur og kerti frá Heildversluninni Lindsay, sem að fást m.a. í Krónunni, og er pósturinn unninn í samvinnu við Lindsay.
…þetta er líka ansi sniðugt, plastkampavínsglös, svona fyrir þá sem vilja skála utandyra eða á brennunni…
…í Blómaval fékk í Ilexgreinar, sem eru lifandi en þola lengi við án vatns.  Persónulega finnst mér fallegra að vera með glamúr og svo eitthvað svona ferskt á áramótaborði.  Ferskleikinn sérstaklega svona til þess að taka á móti nýju ári…
…eins fékk ég blöðrur í svörtu, gylltu og silfri í Krónunni og lét fylla á þær með gasi í Partýbúðinni…
…dúkurinn er bara efnisstrangi úr Rúmfó, kostar um 3þús og er ca 5m.  Mér finnst þetta vera snilldarlausn, sérstaklega þar sem borðið okkar er extra breitt og langt og erfitt að fá dúka á það…
…ég notaði bara borðbúnað sem ég hef átt lengi, en takið eftir “rakettunni” þarna fyrir ofan diskinn…
…en þetta eru svona gervigreinar úr Blómaval sem mér finnst alveg ferlega flottar og áramótalegar.  Eru meira segja á 40% afslætti núna…
…eftir miðju borðsins setti ég síðan alveg dýrðlegan glimmerlöber úr Blómaval, sem glitrar og gleður…
…og lagði síðan þessar þrjár Ilexgreinar langsum eftir löberinum, síðan komu fallegar glitrandi gylltar greinar.  Tvö stykki og svo bara kertastjaka sem til voru…
…glimmerblóm sem fengust líka í Blómaval…
…nú og svo eru grímur og svoleiðis alveg möst á borðið…
…og hattar og lúðrar til þess að taka alla á taugum svona á seinustu metrum ársins 😉
…svo er það nú ekki einleikið hvað blöðrur gera mikla stemmningu…
…ég ákvað síðan að bæta við einum stórum klukkubakka, sem er í raun bara klukka…
…og þá erum við að verða tilbúin…

…allt að verða svolítið hátíðlegt. Alveg möst síðan að setja smá túlípana með…

…sjálfri finnst mér fallegt að blanda líka saman silfri og gulli…
…og svo setti ég líka alveg með hatta og flautur sem voru bara í bleiku og öðrum sterkum litum…
…þetta er bara spurning um smekk og hvernig stemmingu þú vilt ná fram…
…sprengjuskrautið á sínum stað…
…og klukkurnar kalla á netta dramatík og jafnvel smá nostalgíu…
…og þannig var það!
En það má líka leika sér með servétturnar – ég er svag fyrir gylltu og silfri, en mér fannst líka þessar svörtu/gráu og gulu líka töff…
…þetta er meira klassísk stemming…
…en hér er meira svona töff…
…síðan prufaði ég að taka þær og brjóta saman í svona form…
…fannst þetta koma skemmtilega út, þá er hægt að “fylla” þetta af áramótaglaðningi fyrir gesti og heimilsfólk – allt sem þarf fyrir áramótaveisluhald…
…ekki bara skemmtilegt?
…svo er náttúrulega möst að vera með bakka fyrir staupin!
…eigum við svo að áramóta yfir okkur?
Með partýsettinu kemur þetta konfetti…
…og þá koma áramótin…
…verður svo mikil stemming…
…maður bara kemst í áramótastuðið…
…það er þessi partýfílingur…
…sko, þið sjáið bara muninn…
…sjáið bara fyrir…
…og eftir 😂
…húrra!
…og hátíðlegt að sjá jólatréð með…
…þessi löber samt 😍
…nennir bara einhver að elda núna?
…það sem er svona “möst” að mínu mati er auðvitað:
Eitthvað glimmerkyns, það er bara áramóta!
Svo finnast mér lifandi blóm og greinar
Fallegar servéttur geta skapað stemmingu, sem og kertin
Áramótaleikmunir/skraut – gera mikið!
…svo er auðvitað bara nauðsynlegt að hafa gaman að þessu.  Gefa sér tíma að leggja á borð, prufa sig áfram og bara hreinlega leika sér…
…sem sé, bara að njóta!
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

7 comments for “Áramótaborð…

  1. Anna
    28.12.2017 at 21:03

    Æði😍 held áramótin í lítilli stúdenta íbúð hjá dótturinni, verð að taka með mér smá glimmer það sé ég núna ⭐️

  2. Vala Sig
    28.12.2017 at 21:32

    Vó þetta er æði

  3. 28.12.2017 at 21:41

    Geeeeggjaaað !
    Svo flott skreytingin, að ég komst í áramótafíling 😍 🍾 🎉 🎈
    Ég bylaðist úr hlátri af fyrir og eftir myndunum af Mola sæta 😂😂😂😍😍😍
    Takk fyrir allt ❤

  4. Brynja
    29.12.2017 at 11:18

    Ég fékk fullt af hugmyndum, takk fyrir flottar myndir 🙂

  5. Anonymous
    29.12.2017 at 15:35

    Þetta er svo flott, ég þarf greinilega að skella mér í Blómaval.

  6. Birgitta Guðjons
    29.12.2017 at 15:47

    Dásamlegt ,eins og þér einni er lagið….gafst mér líka frábærar hugmyndir sem ég gæti leikið með…ef ég nenni…takk, takk fyrir alla fallegu og hugmyndaríku póstana þína á árinu sem senn kveður.Hlakka til að lesa og skoða þá nýju….á næsta ári……eigðu gleðileg áramót með þínum….

  7. Margrét Helga
    02.01.2018 at 13:17

    Oh, týpísk ég að gefa mér ekki tíma til að skoða bloggið milli jóla og nýárs 😉 Ferlega flott áramótaborð og snilld þessar “fylltu” servíettur! Og Molinn náttúrulega algjör krúttmoli 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *