…ég ætla bara að fara hratt yfir sögu, svona til þess að fara ekki með ykkur úr leiðindum, svona um jólin.
Við hjónin virtum hina hátíðlegu jólahefð okkar og skelltum okkur á Baggalútana með vinum……við sendum dótturina á jólaball í skólanum…
…og sendum síðan soninn á jólaball daginn eftir…
…Moli fékk ekki að fara með og er alls ekki sáttur eins og sést…
…enn fleiri pökkum var pakkað inn…
…og þið afsakið “gæði” sumra myndanna, en við fórum svo aftur á Baggalútana með krökkunum á föstudeginum fyrir jól…
…þau voru heldur betur sátt…
…og við líka!
…Svo var haldið í hefðina, og “allt” var ekki reddí fyrr en að ganga þrjú aðfaranótt aðfangadags…
…en þá var líka búið að leggja á borð…
…Kertasníkir kom færandi hendi, og börnin fengu þessa dýryndis kózýgalla, og jújú – foreldranir líka 🙂
…aðfangadagsmorgun var svo eintóm rólegheit…
…þar til skyndilega ruddust inn sveinar…
…en engar áhyggjur – þetta var þvílíkt skemmtileg heimsókn…
…og þessi tvö voru alsæl með góssið sem þeir færðu…
…og upp úr kom Batman Lego og “Mola”púsl, og þið sjáið bara hversu undrandi Moli er á þessu…
…eftir að hamfarakokkurinn var búin að vera á vaktinni í eldhúsinu (sjá seinasta póst)…
…þá varð þetta “fansí” forrétturinn, muhahahaha – en hann var bragðgóður samt…
…og eins og sést, þá var alveg pláss fyrir matinn líka…
…sætar og sykraðar kartöflur…
…Waldorf og illa framborinn hamborgarahryggur – en aftur, hann var góður…
…svo loks var biðin langa búin…
…og komið að pakkaopnun…
…þvílík spenna…
…Molinn var ekkert að skilja í þessu öllu saman…
…og já, við gamla settið var á staðnum…
…þessi tvö, það sem ég er nú endalaust stolt af þessum börnum mínum…
…og með ömmu og afa…
…og ömmu, afa og frænku…
…næstu dagar hafa síðan liðið í móki áts og heimsókna – já, það duga ekki minna en tvær skálar af Ris alamand…
…eruð þið að sjá þema í gjöfunum? …sennilega eina famelímyndin sem við náðum…
…svo kom annar í jólum, og húsið fylltist aftur af fjölskyldu – og graflax!!
…nóg að borða, tala og vera saman – það er best…
…og sætir Molar…
…fyndnir frændur og fallegasta litla frænkan sem skyggir alveg á þá 🙂
…frænkukrútt…
…svona voru jólin okkar um það bil!
Ég vona bara að ykkar hafi verið jafn notaleg ❤
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Yndislegt 🙂 Svona eiga jólin að vera….njóta þess að vera með þeim sem manni þykir vænt um 🙂 Gleðileg jól mín kæra 🙂
Jólin mín voru einmitt svona; notalegheit, nóg að borða og drekka, fallegar og mjög óvæntar gjafir komu í ljós þegar pappírinn var tekinn utan af og ómetanleg samvera með litlu fjöllunni minni. Gleðilega hátíð 🙂
Æðisleg ❤ svona eiga jólin að vera 🎄👌
What was for dinner? That looks delish!!!!! Looks like you had a wonderful Christmas !!!! Happy New Year, sweet pics Sophia
Are the plans for your FYI entry bench available somewhere?